Westbrook hrellti gömlu félagana Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 09:30 Westbrook hefur lengi kunnað vel við sig í Oklahoma. Getty Images/Will Newton Leikstjórnandinn Russell Westbrook heimsótti gamlan heimavöll og náði í 28. þreföldu tvennu sína á leiktíðinni er hann fór fyrir Washington Wizards í 129-109 sigri á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. Sjö leikir fóru fram vestanhafs. Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira