Hátt í 75 manns tengdir Jörfa smitaðir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2021 12:25 Hópsýking braust út í leikskólanum Jörfa. Vísir/Vilhelm Hátt í sjötíu og fimm manns sem tengjast leikskólanum Jörfa hafa greinst með kórónuveirusmit undanfarna daga. Afleysingafólk og starfsfólk af öðrum leikskólum verður fengið til starfa á Jörfa á meðan hinir veiku jafna sig. Um hundrað og fimmtíu börn sem tengjast leikskólanum Jörfa fóru í seinni skimun í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mörg börn eða starfsmenn leikskólans greindust í seinni skimun, en samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna greindust í heildina sautján manns í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. „Við höfum ekki alveg staðfestar upplýsingar um það en miðað við póstnúmer 108 þá má búast við að í það heila að smit sem tengjast Jörfa, hjá starfsfólki, börnum og fjölskyldu, séu á bilinu 65 til 75 smitaðir,” segir Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skert starfsemi eftir helgi Stefnt er á að fá fólk til starfa og opna leikskólann að einhverju leyti eftir helgi.„Við fáum fólk annars staðar frá þannig að við búumst fastlega við því að geta hafið starfsemi á mánudag eða þriðjudag en það verður ekki full starfsemi.” Borgin mun funda vegna málsins í dag og upplýsa foreldra í framhaldinu um hvernig í pottinn verði búið. Þó sé ljóst að starfsemin verði takmörkuð en það muni meðal annars skýrast þegar búið sé að ráða starfsfólk tímabundið á meðan annað starfsfólk jafnar sig af kórónuveirunni. Helgi segir að sóttvörnum hafi verið vel sinnt á leikskólanum.„Í raun og veru var verklagið í leikskólanum Jörfa samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Og við höfum ekki fengið nein skilaboð um að við eigum að breyta okkar uppleggi en það var kannki aðallega þessi brýning að það eigi enginn að koma til starfa í leikskóla ef menn finna fyrir einhverjum kvefeinkennum eða slíku. Það er brýning sem við höfum heldur betur boðið okkar starfsfólki.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Um hundrað og fimmtíu börn sem tengjast leikskólanum Jörfa fóru í seinni skimun í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um hversu mörg börn eða starfsmenn leikskólans greindust í seinni skimun, en samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna greindust í heildina sautján manns í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. „Við höfum ekki alveg staðfestar upplýsingar um það en miðað við póstnúmer 108 þá má búast við að í það heila að smit sem tengjast Jörfa, hjá starfsfólki, börnum og fjölskyldu, séu á bilinu 65 til 75 smitaðir,” segir Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skert starfsemi eftir helgi Stefnt er á að fá fólk til starfa og opna leikskólann að einhverju leyti eftir helgi.„Við fáum fólk annars staðar frá þannig að við búumst fastlega við því að geta hafið starfsemi á mánudag eða þriðjudag en það verður ekki full starfsemi.” Borgin mun funda vegna málsins í dag og upplýsa foreldra í framhaldinu um hvernig í pottinn verði búið. Þó sé ljóst að starfsemin verði takmörkuð en það muni meðal annars skýrast þegar búið sé að ráða starfsfólk tímabundið á meðan annað starfsfólk jafnar sig af kórónuveirunni. Helgi segir að sóttvörnum hafi verið vel sinnt á leikskólanum.„Í raun og veru var verklagið í leikskólanum Jörfa samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis. Og við höfum ekki fengið nein skilaboð um að við eigum að breyta okkar uppleggi en það var kannki aðallega þessi brýning að það eigi enginn að koma til starfa í leikskóla ef menn finna fyrir einhverjum kvefeinkennum eða slíku. Það er brýning sem við höfum heldur betur boðið okkar starfsfólki.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Leikskólar Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira