Smáhús í Reykjavík Regína Ásvaldsdóttir skrifar 25. apríl 2021 16:30 Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Heilbrigðismál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi. Gistirýmum hefur verið fjölgað með nýju neyðarskýli á Granda, sem er til viðbótar við Konukot og gistiskýlið á Lindargötu. Einnig var heimili fyrir konur sem eiga við geðrænan vanda og fíknivanda að stríða sett á laggirnar í lok árs 2019. Úthlutun íbúða hefur fjölgað til einstaklinga sem eru í virkri neyslu. Daglega njóta á bilinu 80 – 100 manns stuðnings starfsfólks í vettvangs-og ráðgjafateymi (VoR) og teymið hefur verið eflt verulega. VoR teymið hefur hlotið mikið lof helstu samstarfsaðila fyrir fagmennsku. Sem dæmi má nefna að í nýlegu viðtali Morgunblaðsins við Hjalta Má Björnsson yfirlækni bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi kom fram að vinna teymisins með fólki sem glímir við fíknivanda, geðrænar áskoranir og heimilisleysi hefði beinlínis leitt til fækkunar koma á bráðamóttöku. Á fundi velferðarráðs í síðustu viku var kynnt erindisbréf vegna samningsviðræðna við heilbrigðisráðuneytið um hjúkrunarrými fyrir fólk með mikinn vímuefnavanda, en það er vilji til þess bæði hjá Reykjavíkurborg og ríkinu að styrkja þennan hóp. Loks er unnið að undirbúningi neyslurýmis í Reykjavík í kjölfarið á nýjum lögum þar að lútandi í samstarfi við fyrrnefnt ráðuneyti. Öll þessi vinna er unnin í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um málefni heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir sem var samþykkt árið 2019. Stefnan tók einnig til uppbyggingar smáhúsa fyrir þennan hóp en að mati fagfólks nýtast þau vel fyrir tiltekinn hóp. Það segir sig sjálft að það getur verið vandasamt fyrir suma af okkar skjólstæðingum að búa í fjölbýli og því hafa smáhúsin reynst betur, þar sem meira rými er til athafna. Því miður þá hefur umræðan um þau litast af nokkrum fordómum og íbúar og fyrirtæki í mörgum hverfum hafa barist á móti því að fá smáhúsin í sín hverfi. Þannig hefur verið unnið að því á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar í rúm tvö ár að finna húsunum staðsetningu, við töluvert mikla andstöðu. Fyrstu lóðirnar sem fengust samþykktar og ráðist var í að undirbúa fyrir fimm hús eru í Gufunesi í Grafarvogi. Það verður að segjast eins og er að fjarlægðin frá öðrum úrræðum, sem VoR teymið sinnir daglega og eru aðallega miðsvæðis í borginni, er krefjandi. Starfsfólk hefur hins vegar sýnt af sér einstakan metnað og útsjónarsemi við að láta þetta allt ganga upp. Hópur íbúa í Grafarvogi tók sig saman þegar húsin voru sett upp og færðu íbúum góðar gjafir og það var ómetanlegt að finna þennan hlýhug. Við vitum hins vegar að það er langhlaup að búa til kjöraðstæður fyrir þennan hóp í sem mestri sátt við umhverfið. Það eru byrjunarerfiðleikar, til dæmis í tengslum við umgengni en bæði starfsfólk velferðarsviðs og Félagsbústaða taka á móti öllum ábendingum sem varða umgengnina og bregðast strax við. Munum hins vegar í opinberri umfjöllun og myndbirtingum að þarna býr fólk, með tilfinningar, þrár og drauma eins og við öll. Gefum þeim frið til þess að læra að búa í sátt og samlyndi við hvert annað og okkur öll. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun