Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Sunna Sæmundsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. apríl 2021 15:19 Þó nokkrir hafa greinst smitaðir á Þorlákshöfn og er búist við því að þeim muni fjölga. Vísir/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira