Þorlákshöfn líklega áfram í hæga gírnum út vikuna Sunna Sæmundsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 27. apríl 2021 15:19 Þó nokkrir hafa greinst smitaðir á Þorlákshöfn og er búist við því að þeim muni fjölga. Vísir/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir útlit fyrir að Þorlákshöfn verði í „hægum gír“ út vikuna. Að starfsemi sveitarfélagsins verði líklegast ekki eðlileg fyrr en í næstu viku. Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Það er að grunnskóli Þorlákshafnar verði áfram lokaður, bókasafn lokað, engar æfingar og þjónusta leikskólans áfram takmörkuð. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í bænum undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Þegar rætt var við Elliða í dag sagði hann það talið nánast öruggt að nemendur í grunnskólanum hafi smitast af Covid-19. Varðandi leikskólann hafi nemendur ekki greinst en starfsmaður hafi þó greinst smitaður. Hann sagði að skimun í dag myndi leiða í ljós hvort fara þurfi í frekari skimanir í báðum skólunum og seinna meir, mögulega í umfangsmeiri skimun í bænum. Það sé ekki hægt að útiloka það. Elliði segir að á viðbragðsfundi í dag hafi þeir sem stýri aðgerðum á Suðurlandi hafi lýst yfir ánægju með viðbrögðum bæjaryfirvalda. Þau hafi tekið þetta skrefinu lengra með því að loka ekki bara grunnskólanum heldur hægja á annarri starfsemi í Þorlákshöfn. Sjá einnig: „Þetta er orðið umtalsvert viðameira en það var í gær“ Elliði segist ekki hafa heyrt af alvarlegum veikindum en hann hafi áhyggjur af ástandinu. „Við erum öll búin að glíma við þetta ástand það lengi. Við erum komin með þessa reynslu og vitum að það þarf að taka ástandinu alvarlega,“ sagði Elliði í samtali við fréttastofu. Hann sagðist þakklátur við það hvað íbúar væru tilbúnir til að taka þátt í þessu verkefni sem takast þyrfti á við. „Ef ég nefni til að mynda leikskólann. Af því að foreldrar bregðast svo vel við og halda börnum sínum heima ef þau hafa tök á því, þá getum við verið með lágmarksmönnun og tekið til dæmis á móti börnum viðbragðsaðila. Börnum hjúkrunfræðinga, lækna, slökkviliðsmanna og fleira. Þetta vinnst vel á meðan allir taka þátt,“ sagði Elliði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira