Liverpool til í að ræða málin við stuðningsmenn sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 09:30 Einn af stuðningsmönnum Liverpool sem mótmæltu fyrir utan Anfield leikvanginn. Getty/Martin Rickett Stuðningsmenn Liverpool fá að taka þátt í því að móta næstu skref hjá félaginu eftir að hafa hneykslast mikið á síðustu ákvörðunum eiganda félagsins. Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Forráðamenn Liverpool eru opnir fyrir því að ræða málin við stuðningsmenn sína eftir allt Ofurdeildar fíaskóið á dögunum en bandarískir eigendur félagsins fengu þá mjög hörð viðbrögð frá mjög ósáttum Liverpool stuðningsmönnum. Liverpool ætlar að reyna að ræða málin við stuðningsmannasveitina Spirit of Shankly (SOS) með það markmið að ræða næstu skref og hvernig sé hægt að búa til traust á ný milli stuðningsmannanna og félagsins. Eigandinn John W Henry baðst afsökunar í myndbandi í síðustu viku og tók alla ábyrgð á þeirri óþörfu neikvæðni sem félagið fékk að hans völdum. Það þarf hins vegar að gerast meira til að sætta menn í þessu máli. Spirit of Shankly stuðningsmannahópurinn skrifaði bréf til stjórnar félagsins og óskaði eftir fundi og því að fá að koma að næstu skrefum á leiðinni að bæta ástandið. 89 prósent meðlima stuðningsmannaklúbbsins vilja fá að koma að því hvernig félagið vinnur sig út úr þessu umdeilda máli. Liverpool FC s CEO Billy Hogan s letter in response to SOS survey and statement. We will be arranging a meeting in the coming days. pic.twitter.com/VcEACkjGEa— Spirit of Shankly (@spiritofshankly) April 27, 2021 Framkvæmdastjórinn Billy Hogan hefur lofað stuðningsmönnunum fundi um leið og dagskráin gefur tækifæri á slíku. „Það er jákvætt að SOS hefur valið þá leið að tengjast aftur félaginu og með því geta nauðsynleg samtöl farið fram. Með því fáum við þeirra sjónarhorn betur og vonandi getum við fundið í sameiningu raunhæfar lausnir með það besta fyrir félagið í huga,“ skrifaði Billy Hogan í bréfi sínu til stuðningsmannasveitar Liverpool. „Það er nauðsynlegt að byggja upp traust á ný sem fyrst og leggja áherslu á það hversu alvarlega við lítum núverandi stöðu og hversu mikla þörf við teljum vera fyrir jákvæða og þýðingarmikla breytingu,“ skrifaði Hogan. Það voru aðeins eigendur Liverpool sem vildu ganga í Ofurdeildina. Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp talaði gegn Ofurdeildinni frá fyrsta viðtali og fyrirliðinn Jordan Henderson fór fyrir mótmælum leikmanna á samfélagsmiðlum.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira