Fylgi Vinstri-grænna jókst um tæp þrjú prósentustig frá síðustu könnun og mældist nú 12,9% en fylgi Framsóknarflokksins minnkaði um eitt prósentustig og mældist nú 10,5%.
„Fylgi Samfylkingarinnar minnkaði um rúm fjögur prósentustig á milli mælinga og mældist nú 11,3% og fylgi Pírata minnkaði um tæp fjögur prósentustig og mældist nú 9,6%.
Þá jókst fylgi Sósíalistaflokks Íslands um tvö prósentustig og mældist nú 6,0% en fylgi Miðflokksins minnkaði um rúmt prósentustig og mældist nú 5,8%.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 56,2% og jókst um tæplega fjögur prósentustig frá síðustu könnun, þar sem stuðningur mældist 52,5%.
- Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 28,7% og mældist 23,1% í síðustu könnun.
- Fylgi Vinstri grænna mældist nú 12,9% og mældist 10,1% í síðustu könnun.
- Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 11,3% og mældist 15,4% í síðustu könnun.
- Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,5% og mældist 11,5% í síðustu könnun.
- Fylgi Pírata mældist nú 9,6% og mældist 13,2% í síðustu könnun.
- Fylgi Viðreisnar mældist nú 8,8% og mældist 10,0% í síðustu könnun.
- Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 6,0% og mældist 4,0% í síðustu könnun.
- Fylgi Miðflokksins mældist nú 5,8% og mældist 6,9% í síðustu könnun.
- Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,8% og mældist 4,7% í síðustu könnun.
- Stuðningur við aðra mældist 1,6% samanlagt,“ segir í tilkynningunni frá MMR.