Myndband: Ari kallaður illum nöfnum í hávaðarifrildi eftir leik Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 10:31 Ari Freyr Skúlason og Jack Hendry rifust í búningsklefa Oostende í lok janúar. Ari, sem á að baki 79 A-landsleiki, er nú orðinn leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Samsett/Skjáskot og Getty Ari Freyr Skúlason átti í harkalegum orðaskiptum við skoskan liðsfélaga sinn í búningsklefa belgíska liðsins Oostende eftir leik í janúar. Myndband af háværu rifrildi þeirra hefur nú verið birt. Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til. Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira
Ari og Skotinn Jack Hendry voru liðsfélagar hjá Oostende fram í mars en Ari gekk þá í raðir Norrköping í Svíþjóð. Rifrildi þeirra átti sér stað eftir grátlegt 2-2 jafntefli við Standard Liege í mikilvægum leik í baráttu um Evrópusæti, í lok janúar. Standard Liege jafnaði metin á fjórðu mínútu uppbótartíma, með skoti af nærstöng eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Ari og Hendry rifust heiftúðlega um það hver bæri ábyrgð á jöfnunarmarkinu, og rifrildið sést nú í sjónvarpsþáttaröðinni Kustboys sem gerð hefur verið um lið Oostende. Rifrildið má sjá hér að neðan. Fuckin underbar video.Jack Hendry - Ari Skulason. pic.twitter.com/jcya3b4Hvb— Belgisk fotboll (@belgiskfotboll) May 5, 2021 Ari var vinstri bakvörður Oostende í leiknum og með „fjandans hausinn úti í geimi“ í aðdraganda jöfnunarmarksins, að mati Hendrys sem kallaði Ara illum nöfnum. Vildi Hendry meina að Ari hefði átt að stöðva fyrirgjöfina. Ari var ekkert sérstaklega sammála því mati og spurði Hendry, og nýtti óspart F-orðið, hvort hann hefði ekki sjálfur átt að gera betur. Hendry fríaði sig allri ábyrgð og benti á að Frederik Jäkel hefði átt að gæta leikmannsins sem skoraði af nærstöng. Ari sagði þá vítateiginn hafa verið fullan af leikmönnum til að verjast. Hér að neðan má sjá markið sem olli rifrildinu, og það hefst eftir fjórar mínútur. Ari viðurkenndi í viðtali við Fótbolta.net árið 2015, eftir að hafa átt sinn þátt í að koma Íslandi á EM í Frakklandi, að hann hefði framan af ferli átt í miklum erfiðleikum með að hemja skap sitt. Hann hefði á endanum verið skikkaður í eins konar reiðistjórnun, eftir að hafa meðal annars fengið tólf gul spjöld á einni leiktíð og þar af mörg fyrir kjaftbrúk við dómara. Þessi bráðum 34 ára landsliðsmaður, sem á að baki 79 A-landsleiki og tvö stórmót, lætur hins vegar greinilega enn heyra vel í sér þegar hann telur ástæðu til.
Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Sjá meira