Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi Sabina Westerholm skrifar 7. maí 2021 07:02 Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistneskuað móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og hafa það að markmiði að miðla baltneskri menningu og hefðum. Með þessari áherslu viljum við annars vegar sýna að Norræna húsið er opinn og aðgengilegur samkomustaður sem býður alla velkomna og hins vegar vinna gegn staðalímyndum og tilhneigingu til einhliða umfjöllunar í fjölmiðlum og athugasemdakerfum sem snýr að fólki með erlendan bakgrunn. Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki varpa ljósi á fjölbreytileika samfélagsins í sama mæli og fjölmiðlar í öðrum norrænum ríkjum gera en rannsóknir sýna að sú ímynd sem dregin er upp af fólki með erlendan bakgrunn hér á landi er oft lituð af neikvæðni. Sem dæmi má nefna að erlend þjóðerni eru gjarnan tilgreint þegar um er að ræða afbrotahegðun jafnvel þótt það tengist innihaldi fréttarinnar ekki með beinum hætti. Að undanförnu hefur umræðan um kórónuveirusmit og hver það er sem kemur með smit inn í landið skapað spennuþrungnar umræður innan samfélagsins. Svo hatrömm varð umræðan að sóttvarnarlæknir sá sig knúinn til að grípa í taumana og ítreka þá staðreynd að það væri veiran sjálf sem væri hinn eiginlegi óvinur. Þegar litið er til þess að 18% þjóðarinnar hafa bakgrunn í öðru landi en Íslandi er þetta augljóslega mikið vandamál. Fjölmiðlar, ríki og samtök verða að taka ábyrgð og sporna við þessari þróun. Norræna ráðherranefndin hefur frá því á tíunda áratugnum átt í nánu samstarfi við Eistland, Lettland og Litháen og höfum við í Norræna húsinu meðafgerandi hætti ákveðið að auka menningarsamstarf við fólk af baltneskum uppruna.Meðal íbúa landsins er töluverður fjöldi fólks með baltneskan bakgrunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa á Íslandi 3299 Litháar, 1965 Lettar og 166 Eistar (borið saman við 3644 Dani, 2173 Svía, 212 Finna og 1273 Norðmenn). Menning byggir brýr og Norræna húsið er brúarsmiður. Í þessu tilviki byggjum við staðbundna innviði sem leiða okkur nær hvert öðru, auka gagnkvæman skilning og vinna þar með gegn fordómum. Stuðningurinn frá okkar baltnesku samstarfsaðilum hefur verið mikill og góður og full af auðmýkt höldum við áfram för okkar, meðvituð um mikilvægi þessa starfs sem við erum rétt að hefja.Upplýsingar um viðburði á barnamenningarhátíð má finna á heimasíðu Norræna hússins. Höfundur er forstjóri Norræna hússins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eistland Lettland Litháen Menning Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistneskuað móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og hafa það að markmiði að miðla baltneskri menningu og hefðum. Með þessari áherslu viljum við annars vegar sýna að Norræna húsið er opinn og aðgengilegur samkomustaður sem býður alla velkomna og hins vegar vinna gegn staðalímyndum og tilhneigingu til einhliða umfjöllunar í fjölmiðlum og athugasemdakerfum sem snýr að fólki með erlendan bakgrunn. Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki varpa ljósi á fjölbreytileika samfélagsins í sama mæli og fjölmiðlar í öðrum norrænum ríkjum gera en rannsóknir sýna að sú ímynd sem dregin er upp af fólki með erlendan bakgrunn hér á landi er oft lituð af neikvæðni. Sem dæmi má nefna að erlend þjóðerni eru gjarnan tilgreint þegar um er að ræða afbrotahegðun jafnvel þótt það tengist innihaldi fréttarinnar ekki með beinum hætti. Að undanförnu hefur umræðan um kórónuveirusmit og hver það er sem kemur með smit inn í landið skapað spennuþrungnar umræður innan samfélagsins. Svo hatrömm varð umræðan að sóttvarnarlæknir sá sig knúinn til að grípa í taumana og ítreka þá staðreynd að það væri veiran sjálf sem væri hinn eiginlegi óvinur. Þegar litið er til þess að 18% þjóðarinnar hafa bakgrunn í öðru landi en Íslandi er þetta augljóslega mikið vandamál. Fjölmiðlar, ríki og samtök verða að taka ábyrgð og sporna við þessari þróun. Norræna ráðherranefndin hefur frá því á tíunda áratugnum átt í nánu samstarfi við Eistland, Lettland og Litháen og höfum við í Norræna húsinu meðafgerandi hætti ákveðið að auka menningarsamstarf við fólk af baltneskum uppruna.Meðal íbúa landsins er töluverður fjöldi fólks með baltneskan bakgrunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa á Íslandi 3299 Litháar, 1965 Lettar og 166 Eistar (borið saman við 3644 Dani, 2173 Svía, 212 Finna og 1273 Norðmenn). Menning byggir brýr og Norræna húsið er brúarsmiður. Í þessu tilviki byggjum við staðbundna innviði sem leiða okkur nær hvert öðru, auka gagnkvæman skilning og vinna þar með gegn fordómum. Stuðningurinn frá okkar baltnesku samstarfsaðilum hefur verið mikill og góður og full af auðmýkt höldum við áfram för okkar, meðvituð um mikilvægi þessa starfs sem við erum rétt að hefja.Upplýsingar um viðburði á barnamenningarhátíð má finna á heimasíðu Norræna hússins. Höfundur er forstjóri Norræna hússins í Reykjavík
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun