Þurfum að fara að drullast til að spila almennilega Árni Jóhannsson skrifar 6. maí 2021 21:45 Arnar Guðjónsson var alls ekki sáttur er hann mætti í viðtal að leik loknum. Vísir/Vilhelm Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki í góðu skapi þegar náð var í hann til að taka viðtal við hann. Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira
Í fyrsta lagi þá var honum hent út úr húsi fyrir þær sakir að bekkur heimamanna fékk á sig dæmdar þrjár tæknivillur og að auki þá tapaði liðið hans fyrir KR, 85-96 í 21. umferð Dominos-deildar karla, og var hann ekki ánægður með spilamennsku sinna manna. Arnar var spurður að því hvað hans menn gerðu ekki nógu vel í kvöld. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var alveg hrikalegur. Hann er ekki góður. Þeir skoruðu 54 stig á okkur í fyrri hálfleik. Við komum svo út með þvílíka orku í seinni hálfleik en við erum bara að sýna þá orku allt of stutt. Við erum að fá á okkur 95 til 100 stig í leik og þá bara fer þetta svona.“ Hvað er þá hægt að gera í því að leikmenn hans ná ekki að halda uppi orkustiginu nema í stutta stund. „Það er vandamálið. Á köflum er orkustigið gott og á köflum er það hrikalegt. Við erum að sýna það að við getum þetta. Við sýndum það í seinni hálfleik hvar orkustigið getur verið en það þarf bara ða tengja það miklu lengur en þetta. “ Alexander Lindqvist var að spila sinn annan leik eftir að hafa snúið til baka frá Svíþjóð þar sem hann þurfti að sinna einkaerindum og var Arnar spurður að því afhverju hann gæti ekki beitt sér að fullum krafti en hann var stigalaus í kvöld og spilaði mjög stutt í báðum leikjunum sem hann hefur spilað. „Alexander er að koma úr því að hafa fengið Covid. Hann greindist með Covid fyrir ca. þremur vikum síðan og þess vegna spilar hann bara í stuttum skorpum og erum bara að vonast til þess að hann verði kominn í líkamlegt stand í úrslitakeppninni. Þetta er víst alveg stórhættulegur sjúkdómur segja sérfræðingarnir að sunnan en vonandi fer hann að komast í stand.“ Arnar var því næst spurður hvort það hjálpaði en hindraði liðið að hafa hann í hópnum en að hann gæti ekki beitt sér að fullu. „Það gefur augaleið að hann er einn af okkar bestu leikmönnum eins og sást fyrri hluta leiktíðar. Árangurinn án hans er ekki góður og við höfum saknað hans. “ Að lokum var þjálfarinn spurður hvort hann hefði einhverjar áhyggjur af orkustiginu, móralnum og spilamennskunni þar sem stutt væri eftir af deildarkeppninni og stutt í úrslitakeppni. „ Móralinn er fínn það er ekki vandamálið. Við þurfum að fara að drullast til að spila betur ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,“ sagði Arnar að endingu. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KR 85-96 | KR hafði betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. 6. maí 2021 21:00