Gosfólkið hámar í sig pylsurnar í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2021 13:20 Loksins er komin þjónusta við gosstöðvarnar. Svangir ferðalangar kunna vel að meta það að geta fengið sér eitthvað í gogginn og heitt í kroppinn eftir göngu að eldgosinu. vísir/vilhelm Slysavarnadeildin Þórkatla hefur komið upp sölugámi, sem kallast Ellubúð, við göngustíginn, sem liggur að gosstöðvunum við Fagradalsfjall og hefur algerlega slegið í gegn. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu, segir að það hafi staðið lengi til að koma upp einhverri þjónustu en vegna anna hafi það ekki verið fært en á miðvikudag var þetta drifið upp. Rólegra hefur verið að undanförnu og þá fékkst mannskapur til að sinna þessu verkefni. „Já, það hefur verið mikið að gera. Fólk er að átta sig á því hvað er í gangi. Mest er að gera hjá okkur frá klukkan 11 að kvöldi og allt til klukkan hálf tvö þegar fólk er að koma niður af fjallinu. Þá er mesta traffíkin,“ segir Guðrún Kristín. Ljósmyndari Vísis kann vel að meta þjónustuna og hann vippaði sér inn fyrir afgreiðsluborðið í gær og hitti þar fyrir Sigrúnu Stefánsdóttur, Guðfinnu Einarsdóttur og Emmu Geirsdóttur en Sigrún og Emmar eru stjórnarkonur í Þórkötlu.vísir/vilhelm Pylsur og kaffi er það sem fólkið vill Vísir ræddi við Adolf Inga Erlingsson fararstjóra í vikunni sem telur einsýnt að eldgosið hafi og muni hafa aðdráttarafl á ferðamenn af áður óþekktri stærðargráðu. Guðrún Kristín segir að þau vilji mæta því. En hvað er svo á boðstólum í sölugámnum? „Við erum með pulsur og samlokur, gos, kaffi og súkkulaði. Og erum að gæla við þá hugmynd að bæta við kakói. Það er mikið um það spurt.“ Ekkert slær þó pylsur og svo kaffi út í vinsældum. „Ég veit ekki hvað við erum búin að selja margar pylsur. Þær eru langvinsælastar og alveg ótrúlegt hvað er hægt að borða af pylsum.“ En er þetta ekki á uppsprengdu verði? „Jú. Við ætlum að mokgræða á landanum. Neinei, við reynum að stilla verðinu í hóf en þetta er náttúrlega fjáröflun fyrir okkur og björgunarsveitina, en við reynum að vera ekki með verðið of hátt.“ Jenný Lovísa Árnadóttir og Sigrún voru kátar á vaktinni. Kók og súkkulaði gengur vel í mannskapinn sem kemur til að skoða gosið en vinsælast er kaffið og pylsurnar sem renna ofan í mannskapinn.vísir/vilhelm Búðin heitir í höfuðið á Elínu Pálfríði Það liggur fyrir að þetta eru langar vaktir sem þarf að standa og langt inn í nóttina. Þess vegna hefur ekki opnað fyrr en klukkan átta að kvöldi en að sögn Guðrúnar Kristínar stendur til að opna klukkan fjögur bæði á laugardaginn og sunnudag. En af hverju heitir búðin Ellubúð? Að sögn Guðrúnar Kristínar kom ekkert annað til greina. „Það er af því að konan sem gaf okkur gáminn hét Elín Pálfríður Alexandersdóttir, en hún er nú látin. Hún var ein af stofnendum Þórkötlu, deildarinnar. Hún var kölluð Ella og við skírðum gáminn Ellubúð eftir henni. Ekkert annað í stöðunni en að nefna gáminn í höfuðið á henni.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Verslun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður slysavarnadeildarinnar Þórkötlu, segir að það hafi staðið lengi til að koma upp einhverri þjónustu en vegna anna hafi það ekki verið fært en á miðvikudag var þetta drifið upp. Rólegra hefur verið að undanförnu og þá fékkst mannskapur til að sinna þessu verkefni. „Já, það hefur verið mikið að gera. Fólk er að átta sig á því hvað er í gangi. Mest er að gera hjá okkur frá klukkan 11 að kvöldi og allt til klukkan hálf tvö þegar fólk er að koma niður af fjallinu. Þá er mesta traffíkin,“ segir Guðrún Kristín. Ljósmyndari Vísis kann vel að meta þjónustuna og hann vippaði sér inn fyrir afgreiðsluborðið í gær og hitti þar fyrir Sigrúnu Stefánsdóttur, Guðfinnu Einarsdóttur og Emmu Geirsdóttur en Sigrún og Emmar eru stjórnarkonur í Þórkötlu.vísir/vilhelm Pylsur og kaffi er það sem fólkið vill Vísir ræddi við Adolf Inga Erlingsson fararstjóra í vikunni sem telur einsýnt að eldgosið hafi og muni hafa aðdráttarafl á ferðamenn af áður óþekktri stærðargráðu. Guðrún Kristín segir að þau vilji mæta því. En hvað er svo á boðstólum í sölugámnum? „Við erum með pulsur og samlokur, gos, kaffi og súkkulaði. Og erum að gæla við þá hugmynd að bæta við kakói. Það er mikið um það spurt.“ Ekkert slær þó pylsur og svo kaffi út í vinsældum. „Ég veit ekki hvað við erum búin að selja margar pylsur. Þær eru langvinsælastar og alveg ótrúlegt hvað er hægt að borða af pylsum.“ En er þetta ekki á uppsprengdu verði? „Jú. Við ætlum að mokgræða á landanum. Neinei, við reynum að stilla verðinu í hóf en þetta er náttúrlega fjáröflun fyrir okkur og björgunarsveitina, en við reynum að vera ekki með verðið of hátt.“ Jenný Lovísa Árnadóttir og Sigrún voru kátar á vaktinni. Kók og súkkulaði gengur vel í mannskapinn sem kemur til að skoða gosið en vinsælast er kaffið og pylsurnar sem renna ofan í mannskapinn.vísir/vilhelm Búðin heitir í höfuðið á Elínu Pálfríði Það liggur fyrir að þetta eru langar vaktir sem þarf að standa og langt inn í nóttina. Þess vegna hefur ekki opnað fyrr en klukkan átta að kvöldi en að sögn Guðrúnar Kristínar stendur til að opna klukkan fjögur bæði á laugardaginn og sunnudag. En af hverju heitir búðin Ellubúð? Að sögn Guðrúnar Kristínar kom ekkert annað til greina. „Það er af því að konan sem gaf okkur gáminn hét Elín Pálfríður Alexandersdóttir, en hún er nú látin. Hún var ein af stofnendum Þórkötlu, deildarinnar. Hún var kölluð Ella og við skírðum gáminn Ellubúð eftir henni. Ekkert annað í stöðunni en að nefna gáminn í höfuðið á henni.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Björgunarsveitir Verslun Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24 Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. 5. maí 2021 11:24
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda