Bæta við 300 leikskólaplássum með færanlegri lausn og leikskólarútu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2021 21:01 Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. HELENA RAKEL Reykjavíkurborg stefnir að því að bæta við 300 leikskólaplássum í haust með nýrri tímabundinni lausn sem felst í færanlegum leikskólum. Til skoðunar er að bjóða elstu leikskólabörnunum upp á ferðalög um borgina í svokölluðum ævintýrarútum. „Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“ Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Þetta er hluti af „Brúum bilið“ aðgerðaráætluninni okkar sem snýst um það að geta tekið á móti fleiri börnum inn í leikskóla borgarinnar, allt niður í tólf mánaða börn,“ sagði Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Mæta brýnustu þörfinni Um er að ræða úrræði til að mæta brýnustu þörfinni þar til varanlegar leikskólabyggingar eru tilbúnar. „Við erum að panta einingahús sem hægt er að setja niður á nokkrum stöðum í borginni sem geta rúmað tæplega 300 börn.“ Leikskóli gæti risið á hringtorgi Einingahúsin eru hugsuð sem tímabundin og færanleg lausn. Nokkrar staðsetningar koma til greina. Þar á meðal á Hagatorgi í Vesturbæ, í Vogabyggð, við Vörðuskóla, við Eggertsgötu og Nauthólsveg. Einnig stefnir borgin á að bjóða upp á svokallaðar útinámsdeildir sem færu þannig fram að elstu leikskólabörnin væru meira og minna utanhúss á daginn, en með aðstöðu í sérútbúnum rútum. Hægt væri að nýta græn svæði borgarinnar á borð við Elliðaárdalinn, Miklatún, Nauthólsvík og Húsdýragarðinn svo eitthvað sé nefnt. „Þau séu þá í raun og veru með allt til alls í rútunni, þar er svefnaðstaða, skiptiaðstaða, mataraðstaða og fleira. Börnin geti síðan verið í ævintýraleit og heimsótt þessa frábæru staði sem við eigum úti um alla borg,“ sagði Skúli. Leikskólarúta hefur verið notuð í Noregi og hefur skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar fengið heimild til að panta tvær rútur.REYKJAVÍKURBORG Skóla- og frístundaráð hefur fengið heimild til að panta tvær leikskólarútur og er stefnt að því að taka þær í gagnið í byrjun næsta árs. Einingarhúsin verða þó tekin í notkun í haust. „Heildarmyndin er þannig að við sjáum fyrir okkur að þetta muni bæta við um 300 plássum i haust og undir áramótin þannig það munar heilmiklu um það.“
Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira