Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2021 13:28 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að samtökin áætli að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi. Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja. Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni. Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira
Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni.
Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Sjá meira