NBA dagsins: Young hafði betur gegn Westbrook, Dame sökkti Utah og Lakers marði slakt lið Rockets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2021 15:31 Kyle Kuzma tryggði Lakers sigurinn í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira
Fyrr í dag fórum við yfir hvað úrslit næturinnar þýða fyrir ríkjandi meistara Los Angeles Lakers en það virðist sem þeir séu á leið í umspil. Í spilaranum hér að neðan má sjá það helsta úr sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, Portland Trail Blazers á Utah Jazz og Los Angeles Lakers á Houston Rockets. Sem og helstu tilþrif næturinnar auðvitað. Hawks og Wizards mættust í hörkuleik. Trae Young fór fyrir sínum mönnum í Hawks og var nálægt þrefaldri tvennu en hann skoraði 33 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Þar á eftir kom Bogdan Bogdanović með 20 stig. Clint Capela var svo með tvöfalda tvennu en hann tók 11 fráköst ásamt því að skora 17 stig. Á hinum enda vallarins endaði Russell Westbrook ekki með þrefalda tvennu eins ótrúlega og það hljómar. Hann skoraði samt sem áður 34 stig og af 15 stoðsendingar. Hann náði þó aðeins fimm fráköstum. Utah Jazz eru enn besta lið deildarinnar þó svo að liðið sakni augljóslega Donovan Mitchell. Til að mynda skoraði liðið aðeins 98 stig í nótt í tapinu gegn Portland. Rudy Gobert var stigahæstur í liði Jazz með 15 stig en hann tók einnig 20 fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard sjóðandi heitur en hann gerði 30 stig, þar á eftir kom CJ McCollum með 26 stig. Klippa: NBA dagsins Kyle Kuzma tryggði Lakers sigur á löskuðu liði Houston Rockets, 124-122. Meistararnir voru án LeBron James, Anthony Davis, Marc Gasol og Alex Caruso, það munar um minna. Liðið átti í stökustu vandræðum með arfaslakt lið Houston og marði á endanum sigur í lokin. Talen Horton-Tucker fór fyrir Lakers en hann skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar. Kuzma fór einnig mikinn en hann skoraði 19 stig, tók 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Andre Drummond með 20 stig og 10 fráköst rifin niður. Hjá Rockets voru Armoni Brooks og Kelly Olnyk með 24 stig hvor. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sjá meira