Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins með Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 13:41 Hluti Eurovision-hópsins úti í Rotterdam. Meðlimur íslenska Eurovision-hópsins greindist með kórónuveiruna í Rotterdam í Hollandi í dag, þar sem keppnin fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU, Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva. Í tilkynningu frá EBU, sem birt var á vef sambandsins í dag, segir að meðlimur íslenska hópsins hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 við venjubundna skimun í dag. Einstaklingurinn sé nú í einangrun og aðrir meðlimir hópsins sendir í sóttkví til að gæta fyllstu varúðar. Allur hópurinn verði sendur í PCR-próf. „Því miður þýðir þetta að íslenski hópurinn mun ekki mæta á bláa dregilinn í dag. Við veitum frekari upplýsingar þegar þær berast og sendum bestu kveðjur til hópsins,“ segir í tilkynningunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision-hópsins. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision-hópsins úti í Rotterdam staðfestir í samtali við fréttastofu að einn úr hópnum sé smitaður af Covid. Hann vill ekki upplýsa hver hafi greinst en segir þó að viðkomandi sé ekki í Eurovision-atriði Íslands. Sex eru í atriðinu, Daði Freyr Pétursson og fimm meðlimir Gagnamagnsins, sem stíga eiga á stokk á seinna undankvöldi Eurovision á fimmtudag. Hópurinn bíði nú eftir fyrirmælum frá öryggisnefnd EBU og fari allur í Covid-próf í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvernig smitið barst í hópinn. „Við teljum okkur hafa farið að öllu sem við vorum beðin um, fylgt öllum reglum þannig að við tökum þessu bara í rólegheitum.“ Jafnvel þótt svo færi að íslenski hópurinn gæti ekki stigið á svið er ljóst að Ísland yrði alltaf með í keppninni. Búið er að taka upp öll atriði keppninnar ef svo fer að einhver forfallast vegna Covid-19. Atriðin yrðu þá spiluð í stað þess að verða flutt. Allur hópurinn bólusettur Rúnar vill ekki upplýsa um það hvort viðkomandi sé með einkenni Covid-19. Hann geti lítið sagt á þessari stundu og hópurinn bíði átekta eftir næstu skrefum. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu fengið bólusetningu gegn veirunni voru bólusettir með bóluefni Janssen fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Meðlimur í pólska hópnum greindist smitaður af Covid-19 í gær. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Pólski hópurinn verður því einnig fjarri góðu gamni á bláa dreglinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Í tilkynningu frá EBU, sem birt var á vef sambandsins í dag, segir að meðlimur íslenska hópsins hafi greinst jákvæður fyrir Covid-19 við venjubundna skimun í dag. Einstaklingurinn sé nú í einangrun og aðrir meðlimir hópsins sendir í sóttkví til að gæta fyllstu varúðar. Allur hópurinn verði sendur í PCR-próf. „Því miður þýðir þetta að íslenski hópurinn mun ekki mæta á bláa dregilinn í dag. Við veitum frekari upplýsingar þegar þær berast og sendum bestu kveðjur til hópsins,“ segir í tilkynningunni. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska Eurovision-hópsins. Rúnar Freyr Gíslason fjölmiðlafulltrúi Eurovision-hópsins úti í Rotterdam staðfestir í samtali við fréttastofu að einn úr hópnum sé smitaður af Covid. Hann vill ekki upplýsa hver hafi greinst en segir þó að viðkomandi sé ekki í Eurovision-atriði Íslands. Sex eru í atriðinu, Daði Freyr Pétursson og fimm meðlimir Gagnamagnsins, sem stíga eiga á stokk á seinna undankvöldi Eurovision á fimmtudag. Hópurinn bíði nú eftir fyrirmælum frá öryggisnefnd EBU og fari allur í Covid-próf í dag. Hann segir ekki hægt að segja til um það hvernig smitið barst í hópinn. „Við teljum okkur hafa farið að öllu sem við vorum beðin um, fylgt öllum reglum þannig að við tökum þessu bara í rólegheitum.“ Jafnvel þótt svo færi að íslenski hópurinn gæti ekki stigið á svið er ljóst að Ísland yrði alltaf með í keppninni. Búið er að taka upp öll atriði keppninnar ef svo fer að einhver forfallast vegna Covid-19. Atriðin yrðu þá spiluð í stað þess að verða flutt. Allur hópurinn bólusettur Rúnar vill ekki upplýsa um það hvort viðkomandi sé með einkenni Covid-19. Hann geti lítið sagt á þessari stundu og hópurinn bíði átekta eftir næstu skrefum. Allir í íslenska hópnum sem ekki höfðu fengið bólusetningu gegn veirunni voru bólusettir með bóluefni Janssen fyrir um tíu dögum, skömmu áður en haldið var til Rotterdam. Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að bóluefni Janssen hafi um 67 prósent virkni tveimur vikum eftir bólusetningu. Meðlimur í pólska hópnum greindist smitaður af Covid-19 í gær. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. Pólski hópurinn verður því einnig fjarri góðu gamni á bláa dreglinum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45 Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Ítalska rokkið þykir líklegast til sigurs í Eurovision Framlag Ítalíu til Eurovision þykir líklegast til að standa uppi sem sigurvegari laugardagskvöldið 22. maí eftir sviptingar hjá veðbönkum. Framlag Íslands er áfram talið fjórða líklegasta lagið til að fara með sigur. 16. maí 2021 10:45
Smit greindist í pólska hópnum Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður. 15. maí 2021 13:24