Látum draumana rætast - nema drauma fatlaðs fólks Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 19. maí 2021 10:30 Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Í Reykjavík eru um 22.000 börn í skólakerfinu. Á hverjum virkum degi koma 22.000 börn í leikskólann eða grunnskólann sinn. Einhver kríli fara til dagforeldris og nokkrir árgangar sækja frístundarheimilið sitt heim að skóladegi loknum. Í félagsmiðstöðvar eru skráðar 126.000 heimsóknir á ári svo eitthvað sé nefnt. Eins og fyrr segir eru í Reykjavík 22.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Þetta gera 22 þúsund drauma. Allskonar drauma því enginn draumur er eins, því ekkert barn er eins. Reykjavíkurborg er að gera virkilega góða hluti til að láta 22 þúsund fjölbreytta og einstaklingsbunda drauma rætast. Ég er stolt af því að taka þátt í að fylgja eftir þessari stefnu og leiða hana inn í skóla- og frístundarstarf hér í borg sem fulltrúi í Skóla- og frístundarráði. Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir mótun nýrrar menntastefnu ríkisins. Fyrir þá sem ekki vita ber ríkið ábyrgð á framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Í ræðu minni á síðasta borgarstjórnarfundi notaði ég tækifærið í pontu og sendi út ákall yfir á Alþingi. Mig langar að benda þeim sem stýra og móta þessa stefnu á að hluti af þessum fyrrnefndu 22 þúsund börnum munu ekki eiga tækifæri á að láta alla sína drauma rætast þegar komið er upp á háskólastigið. Dóttir mín er ein af þessum 22 þúsund börnum sem eru í leik- og grunnskólakerfinu sem stendur. Stelpan mín mun, eins og staðan er núna, hafa úr einungis tveimur námsleiðum að velja þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla og fer yfir á háskólastigið. Ástæðan fyrir þessu takmörkuðu valkostum er sú að það er aðeins gert fyrir tveimur framtíðardraumum fyrir fötluð börn. Það sem stendur til boða er annars vegar tveggja ára diplómanám fyrir fámennan hóp í Háskóla Íslands og hinsvegar eins árs nám í Myndlistarskólanum. Í drögum um nýja menntastefnu ríkisins er ekki minnst einu orði á að stefnt sé á fjölbreyttari menntun í boði fyrir þennan stóra og frambærilega hóp. Það er að mínu mati óásættanlegt og kalla hér formlega eftir því að ný menntastefna ríkisins geri ráð fyrir öllum gerðum af draumum, fyrir alla. Ekki bara ófatlaða. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík og móðir barns með framtíðardrauma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta borgarstjórnarfundi var menntastefna Reykjavíkurborgar rædd. Heitið á stefnunni er að mínu mati fallegt; “Látum draumana rætast”. Það er talið að stefnumótunin sjálf sé sú allra metnaðarfyllsta sem sést hefur hér í borg en um 10.000 manns komu að því að móta hana. Í Reykjavík eru um 22.000 börn í skólakerfinu. Á hverjum virkum degi koma 22.000 börn í leikskólann eða grunnskólann sinn. Einhver kríli fara til dagforeldris og nokkrir árgangar sækja frístundarheimilið sitt heim að skóladegi loknum. Í félagsmiðstöðvar eru skráðar 126.000 heimsóknir á ári svo eitthvað sé nefnt. Eins og fyrr segir eru í Reykjavík 22.000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Þetta gera 22 þúsund drauma. Allskonar drauma því enginn draumur er eins, því ekkert barn er eins. Reykjavíkurborg er að gera virkilega góða hluti til að láta 22 þúsund fjölbreytta og einstaklingsbunda drauma rætast. Ég er stolt af því að taka þátt í að fylgja eftir þessari stefnu og leiða hana inn í skóla- og frístundarstarf hér í borg sem fulltrúi í Skóla- og frístundarráði. Í menntamálaráðuneytinu stendur nú yfir mótun nýrrar menntastefnu ríkisins. Fyrir þá sem ekki vita ber ríkið ábyrgð á framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Í ræðu minni á síðasta borgarstjórnarfundi notaði ég tækifærið í pontu og sendi út ákall yfir á Alþingi. Mig langar að benda þeim sem stýra og móta þessa stefnu á að hluti af þessum fyrrnefndu 22 þúsund börnum munu ekki eiga tækifæri á að láta alla sína drauma rætast þegar komið er upp á háskólastigið. Dóttir mín er ein af þessum 22 þúsund börnum sem eru í leik- og grunnskólakerfinu sem stendur. Stelpan mín mun, eins og staðan er núna, hafa úr einungis tveimur námsleiðum að velja þegar hún útskrifast úr framhaldsskóla og fer yfir á háskólastigið. Ástæðan fyrir þessu takmörkuðu valkostum er sú að það er aðeins gert fyrir tveimur framtíðardraumum fyrir fötluð börn. Það sem stendur til boða er annars vegar tveggja ára diplómanám fyrir fámennan hóp í Háskóla Íslands og hinsvegar eins árs nám í Myndlistarskólanum. Í drögum um nýja menntastefnu ríkisins er ekki minnst einu orði á að stefnt sé á fjölbreyttari menntun í boði fyrir þennan stóra og frambærilega hóp. Það er að mínu mati óásættanlegt og kalla hér formlega eftir því að ný menntastefna ríkisins geri ráð fyrir öllum gerðum af draumum, fyrir alla. Ekki bara ófatlaða. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í skóla- og frístundaráði í Reykjavík og móðir barns með framtíðardrauma
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar