Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2021 22:44 Eldgosið í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum. Áhorfendur fylgjast með af hryggnum vinstra megin. Vilhelm Gunnarsson Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að tveir mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. „Þetta er skrautsýning sem fólk sækist í,“ segir Páll. Gosið marki endalok 780 ára tímabils án jarðelda á Reykjanesskaga. „Maður hugsar oft til þess, þegar maður stendur hér í vesturbænum og horfir til fjalla og sér eldgos bera við himin, að þetta er sýn sem ekki hefur verið boðið upp á hér í Reykjavík bara síðan á dögum Snorra Sturlusonar.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Páll segir að þótt gosið teljist lítið sé það liður í umfangsmiklum umbrotum, sem hófust eigi síðar en í desember 2019, með mörgum skjálftahrinum og sennilega sex kvikuinnskotum á fjórum stöðum. „Jafnvel þó að þessu gosi lyki fljótlega, sem alls ekki er útilokað, þá er ekki þar með sagt að atburðarásinni sé lokið. Það þarf að hafa augun hjá sér enn til þess að reyna að bera kennsl á það hvað gerist næst. Hver er næsti kafli í atburðarásinni?“ Í ljósi sögunnar verði að telja líklegt að fleiri eldgos fylgi. Gosbelti Reykjanesskagans.Grafík/Ragnar Visage „Á næstu 200-300 árum gætu sem sé orðið fleiri gos. Þá erum við kannski að tala um 10-20 gos á Reykjanesskaga sem gætu fylgt í kjölfarið.“ Hann segir að áratugir gætu þó liðið á milli gosa. En hvar líklegast væri að þau kæmu upp nefnir Páll virkustu svæðin; Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvíkureldstöðina og Brennisteinsfjöll, og vísar til sögunnar. „Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöll hafa verið býsna virk á síðustu árþúsundum og þar hafa orðið nokkuð myndarleg hraungos, miklu myndarlegri heldur en það sem nú er uppi,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Ölfus Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Almannavarnir Kópavogur Tengdar fréttir Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30 Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að tveir mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. „Þetta er skrautsýning sem fólk sækist í,“ segir Páll. Gosið marki endalok 780 ára tímabils án jarðelda á Reykjanesskaga. „Maður hugsar oft til þess, þegar maður stendur hér í vesturbænum og horfir til fjalla og sér eldgos bera við himin, að þetta er sýn sem ekki hefur verið boðið upp á hér í Reykjavík bara síðan á dögum Snorra Sturlusonar.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Páll segir að þótt gosið teljist lítið sé það liður í umfangsmiklum umbrotum, sem hófust eigi síðar en í desember 2019, með mörgum skjálftahrinum og sennilega sex kvikuinnskotum á fjórum stöðum. „Jafnvel þó að þessu gosi lyki fljótlega, sem alls ekki er útilokað, þá er ekki þar með sagt að atburðarásinni sé lokið. Það þarf að hafa augun hjá sér enn til þess að reyna að bera kennsl á það hvað gerist næst. Hver er næsti kafli í atburðarásinni?“ Í ljósi sögunnar verði að telja líklegt að fleiri eldgos fylgi. Gosbelti Reykjanesskagans.Grafík/Ragnar Visage „Á næstu 200-300 árum gætu sem sé orðið fleiri gos. Þá erum við kannski að tala um 10-20 gos á Reykjanesskaga sem gætu fylgt í kjölfarið.“ Hann segir að áratugir gætu þó liðið á milli gosa. En hvar líklegast væri að þau kæmu upp nefnir Páll virkustu svæðin; Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvíkureldstöðina og Brennisteinsfjöll, og vísar til sögunnar. „Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöll hafa verið býsna virk á síðustu árþúsundum og þar hafa orðið nokkuð myndarleg hraungos, miklu myndarlegri heldur en það sem nú er uppi,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Ölfus Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Almannavarnir Kópavogur Tengdar fréttir Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30 Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30
Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44