Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2021 22:44 Eldgosið í Fagradalsfjalli í ljósaskiptum. Áhorfendur fylgjast með af hryggnum vinstra megin. Vilhelm Gunnarsson Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að tveir mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. „Þetta er skrautsýning sem fólk sækist í,“ segir Páll. Gosið marki endalok 780 ára tímabils án jarðelda á Reykjanesskaga. „Maður hugsar oft til þess, þegar maður stendur hér í vesturbænum og horfir til fjalla og sér eldgos bera við himin, að þetta er sýn sem ekki hefur verið boðið upp á hér í Reykjavík bara síðan á dögum Snorra Sturlusonar.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Páll segir að þótt gosið teljist lítið sé það liður í umfangsmiklum umbrotum, sem hófust eigi síðar en í desember 2019, með mörgum skjálftahrinum og sennilega sex kvikuinnskotum á fjórum stöðum. „Jafnvel þó að þessu gosi lyki fljótlega, sem alls ekki er útilokað, þá er ekki þar með sagt að atburðarásinni sé lokið. Það þarf að hafa augun hjá sér enn til þess að reyna að bera kennsl á það hvað gerist næst. Hver er næsti kafli í atburðarásinni?“ Í ljósi sögunnar verði að telja líklegt að fleiri eldgos fylgi. Gosbelti Reykjanesskagans.Grafík/Ragnar Visage „Á næstu 200-300 árum gætu sem sé orðið fleiri gos. Þá erum við kannski að tala um 10-20 gos á Reykjanesskaga sem gætu fylgt í kjölfarið.“ Hann segir að áratugir gætu þó liðið á milli gosa. En hvar líklegast væri að þau kæmu upp nefnir Páll virkustu svæðin; Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvíkureldstöðina og Brennisteinsfjöll, og vísar til sögunnar. „Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöll hafa verið býsna virk á síðustu árþúsundum og þar hafa orðið nokkuð myndarleg hraungos, miklu myndarlegri heldur en það sem nú er uppi,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Ölfus Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Almannavarnir Kópavogur Tengdar fréttir Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30 Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að tveir mánuðir eru í dag frá upphafi eldgossins í Fagradalsfjalli. „Þetta er skrautsýning sem fólk sækist í,“ segir Páll. Gosið marki endalok 780 ára tímabils án jarðelda á Reykjanesskaga. „Maður hugsar oft til þess, þegar maður stendur hér í vesturbænum og horfir til fjalla og sér eldgos bera við himin, að þetta er sýn sem ekki hefur verið boðið upp á hér í Reykjavík bara síðan á dögum Snorra Sturlusonar.“ Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.Egill Aðalsteinsson Páll segir að þótt gosið teljist lítið sé það liður í umfangsmiklum umbrotum, sem hófust eigi síðar en í desember 2019, með mörgum skjálftahrinum og sennilega sex kvikuinnskotum á fjórum stöðum. „Jafnvel þó að þessu gosi lyki fljótlega, sem alls ekki er útilokað, þá er ekki þar með sagt að atburðarásinni sé lokið. Það þarf að hafa augun hjá sér enn til þess að reyna að bera kennsl á það hvað gerist næst. Hver er næsti kafli í atburðarásinni?“ Í ljósi sögunnar verði að telja líklegt að fleiri eldgos fylgi. Gosbelti Reykjanesskagans.Grafík/Ragnar Visage „Á næstu 200-300 árum gætu sem sé orðið fleiri gos. Þá erum við kannski að tala um 10-20 gos á Reykjanesskaga sem gætu fylgt í kjölfarið.“ Hann segir að áratugir gætu þó liðið á milli gosa. En hvar líklegast væri að þau kæmu upp nefnir Páll virkustu svæðin; Reykjanes, Svartsengi, Krýsuvíkureldstöðina og Brennisteinsfjöll, og vísar til sögunnar. „Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöll hafa verið býsna virk á síðustu árþúsundum og þar hafa orðið nokkuð myndarleg hraungos, miklu myndarlegri heldur en það sem nú er uppi,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Vogar Ölfus Hafnarfjörður Garðabær Reykjavík Almannavarnir Kópavogur Tengdar fréttir Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30 Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Guðni á gosstöðvunum: „Ólýsanleg og ógleymanleg stund“ „Þetta var ólýsanleg og ógleymanleg stund sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að eiga í gærkvöldi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem fór að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær. Hann segir gosið nánast vera eins og gjöf til þjóðarinnar frá æðri máttarvöldum – leið til að kynna land og þjóð nú þegar verið er að opna á ferðalög á ný. 19. maí 2021 14:30
Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19. maí 2021 12:20
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44