Boða rúmlega hundrað manns á námskeið Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 12:13 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna. Kjaramál hjá Play hafa verið í eldlínunni síðustu daga. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og hefur Birgir Jónsson forstjóri PLAY sagt framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram, heldur séu þau 350 þúsund. Nú síðast í gærkvöldi sagðist Drífa í samtali við Vísi standa við fullyrðingar sínar um grunnlaunin. Einn mánuður upp á dag er nú í fyrsta flug Play. Á annað hundrað manns hafa verið ráðnir til starfa, þar af eru flestir flugfreyjur. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að frá og með 3. ágúst, þegar þrjár flugvélar verða komnar í notkun, verði allir þessir starfsmenn byrjaðir að vinna. Sérstök námskeið eru hafin fyrir tiltekna starfsmannahópa en almenn flugliðanámskeið hefjast innan skamms. „Við erum að kalla inn fólk á þjálfunarnámskeið sem er fólk sem mun síðan hefja störf í framhaldinu og þetta eru í þessum fasa rétt rúmlega hundrað manns. Það verða um tvö hundruð manns sem vinna hjá Play fyrir lok árs og þetta eru allt störf sem eru ný af nálinni, allt störf sem við erum að skapa,“ segir Birgir. „Á næsta ári þegar við erum með sex til átta flugvélar þá verðum við komin með fjögur, fimmhundruð manns í vinnu.“ Birgir segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kjarasamninginn af hálfu starfsmanna Play. Íslenska flugstéttafélagið semur fyrir hönd þeirra. „Allir þeir ég held um fjögur hundruð manns sem tóku kynningar á sínum tíma þegar sótt var um störfin og valið úr ákveðinn hópur af fólki, þá var kjarasamningurinn kynntur fyrir þeim í smáatriðum og engar athugasemdir hafa borist. Enda hafa þær heldur ekki borist þegar það er búið að vera að hringja í þessa einstaklinga,“ segir Birgir, og vísar þá til þess þegar hringt er til að bjóða fólki ráðningu. Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28 Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Kjaramál hjá Play hafa verið í eldlínunni síðustu daga. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og hefur Birgir Jónsson forstjóri PLAY sagt framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram, heldur séu þau 350 þúsund. Nú síðast í gærkvöldi sagðist Drífa í samtali við Vísi standa við fullyrðingar sínar um grunnlaunin. Einn mánuður upp á dag er nú í fyrsta flug Play. Á annað hundrað manns hafa verið ráðnir til starfa, þar af eru flestir flugfreyjur. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að frá og með 3. ágúst, þegar þrjár flugvélar verða komnar í notkun, verði allir þessir starfsmenn byrjaðir að vinna. Sérstök námskeið eru hafin fyrir tiltekna starfsmannahópa en almenn flugliðanámskeið hefjast innan skamms. „Við erum að kalla inn fólk á þjálfunarnámskeið sem er fólk sem mun síðan hefja störf í framhaldinu og þetta eru í þessum fasa rétt rúmlega hundrað manns. Það verða um tvö hundruð manns sem vinna hjá Play fyrir lok árs og þetta eru allt störf sem eru ný af nálinni, allt störf sem við erum að skapa,“ segir Birgir. „Á næsta ári þegar við erum með sex til átta flugvélar þá verðum við komin með fjögur, fimmhundruð manns í vinnu.“ Birgir segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kjarasamninginn af hálfu starfsmanna Play. Íslenska flugstéttafélagið semur fyrir hönd þeirra. „Allir þeir ég held um fjögur hundruð manns sem tóku kynningar á sínum tíma þegar sótt var um störfin og valið úr ákveðinn hópur af fólki, þá var kjarasamningurinn kynntur fyrir þeim í smáatriðum og engar athugasemdir hafa borist. Enda hafa þær heldur ekki borist þegar það er búið að vera að hringja í þessa einstaklinga,“ segir Birgir, og vísar þá til þess þegar hringt er til að bjóða fólki ráðningu.
Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28 Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28
Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07
Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27