Boða rúmlega hundrað manns á námskeið Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2021 12:13 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm Á annað hundrað manns, flestir flugfreyjur, hafa verið ráðnir til starfa hjá flugfélaginu Play. Starfsmannanámskeið hefjast á næstu dögum. Forstjóri Play segir engar athugasemdir hafa verið gerðar við kjarasamninga félagsins af hálfu starfsmanna. Kjaramál hjá Play hafa verið í eldlínunni síðustu daga. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og hefur Birgir Jónsson forstjóri PLAY sagt framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram, heldur séu þau 350 þúsund. Nú síðast í gærkvöldi sagðist Drífa í samtali við Vísi standa við fullyrðingar sínar um grunnlaunin. Einn mánuður upp á dag er nú í fyrsta flug Play. Á annað hundrað manns hafa verið ráðnir til starfa, þar af eru flestir flugfreyjur. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að frá og með 3. ágúst, þegar þrjár flugvélar verða komnar í notkun, verði allir þessir starfsmenn byrjaðir að vinna. Sérstök námskeið eru hafin fyrir tiltekna starfsmannahópa en almenn flugliðanámskeið hefjast innan skamms. „Við erum að kalla inn fólk á þjálfunarnámskeið sem er fólk sem mun síðan hefja störf í framhaldinu og þetta eru í þessum fasa rétt rúmlega hundrað manns. Það verða um tvö hundruð manns sem vinna hjá Play fyrir lok árs og þetta eru allt störf sem eru ný af nálinni, allt störf sem við erum að skapa,“ segir Birgir. „Á næsta ári þegar við erum með sex til átta flugvélar þá verðum við komin með fjögur, fimmhundruð manns í vinnu.“ Birgir segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kjarasamninginn af hálfu starfsmanna Play. Íslenska flugstéttafélagið semur fyrir hönd þeirra. „Allir þeir ég held um fjögur hundruð manns sem tóku kynningar á sínum tíma þegar sótt var um störfin og valið úr ákveðinn hópur af fólki, þá var kjarasamningurinn kynntur fyrir þeim í smáatriðum og engar athugasemdir hafa borist. Enda hafa þær heldur ekki borist þegar það er búið að vera að hringja í þessa einstaklinga,“ segir Birgir, og vísar þá til þess þegar hringt er til að bjóða fólki ráðningu. Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28 Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Kjaramál hjá Play hafa verið í eldlínunni síðustu daga. Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og hefur Birgir Jónsson forstjóri PLAY sagt framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram, heldur séu þau 350 þúsund. Nú síðast í gærkvöldi sagðist Drífa í samtali við Vísi standa við fullyrðingar sínar um grunnlaunin. Einn mánuður upp á dag er nú í fyrsta flug Play. Á annað hundrað manns hafa verið ráðnir til starfa, þar af eru flestir flugfreyjur. Birgir Jónsson forstjóri Play segir að frá og með 3. ágúst, þegar þrjár flugvélar verða komnar í notkun, verði allir þessir starfsmenn byrjaðir að vinna. Sérstök námskeið eru hafin fyrir tiltekna starfsmannahópa en almenn flugliðanámskeið hefjast innan skamms. „Við erum að kalla inn fólk á þjálfunarnámskeið sem er fólk sem mun síðan hefja störf í framhaldinu og þetta eru í þessum fasa rétt rúmlega hundrað manns. Það verða um tvö hundruð manns sem vinna hjá Play fyrir lok árs og þetta eru allt störf sem eru ný af nálinni, allt störf sem við erum að skapa,“ segir Birgir. „Á næsta ári þegar við erum með sex til átta flugvélar þá verðum við komin með fjögur, fimmhundruð manns í vinnu.“ Birgir segir að engar athugasemdir hafi verið gerðar við kjarasamninginn af hálfu starfsmanna Play. Íslenska flugstéttafélagið semur fyrir hönd þeirra. „Allir þeir ég held um fjögur hundruð manns sem tóku kynningar á sínum tíma þegar sótt var um störfin og valið úr ákveðinn hópur af fólki, þá var kjarasamningurinn kynntur fyrir þeim í smáatriðum og engar athugasemdir hafa borist. Enda hafa þær heldur ekki borist þegar það er búið að vera að hringja í þessa einstaklinga,“ segir Birgir, og vísar þá til þess þegar hringt er til að bjóða fólki ráðningu.
Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28 Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07 Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Íslenska flugstéttarfélagið hafnar „dylgjum og rangfærslum“ ASÍ Íslenska flugstéttafélagið eða ÍFF furðar sig á vinnubrögðum ASÍ að reka áróður gegn félaginu og viðsemjanda þess, flugfélagsins Play. Þá harmar félagið og hafnar „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ,“ segir í yfirlýsingu sem félagið sendi á fjölmiðla nú fyrir skömmu. 23. maí 2021 16:28
Tókust harkalega á um kjaramál í Sprengisandi Forstjóri flugfélagsins Play og forseti ASÍ tókust vægast sagt harkalega á vegna launakjara í Sprengisandi í morgun þegar kjaramál starfsmanna flugfélagsins voru til umræðu. Forstjórinn segir framferði ASÍ óboðlegt og rangt að grunnlaun séu um 260 þúsund. 23. maí 2021 13:07
Play seldi fjárfestum hugmynd um lægri laun en hjá WOW Flugfélagið Play undirbjó á sínum tíma glærukynningu fyrir mögulega fjárfesta þar sem áform voru kynnt um að lækka launakostnað starfsmanna allverulega frá því sem verið hafði hjá WOW air. 21. maí 2021 06:27