Stjórn ÍFF stígur fram að kröfu Play Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. maí 2021 12:50 Stjórn stéttarfélagsins hefur harmað það að nöfn stjórnarmanna verði að koma fram. vísir/vilhelm „Ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það að þetta er afar óheppilegt,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri Play í samtali við Vísi í dag um það að Íslenska flugstéttafélagið (ÍFF) hafi ekki viljað gefa upp hverjir skrifuðu undir kjarasamninga við Play fyrir félagið. Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Í tilkynningu frá ÍFF segir að ekki hafi allir sem skrifuðu undir samninginn verið í vinnu hjá Play. Vantaði síðu með undirskriftum ÍFF sendi þannig inn kjarasamning á ríkissáttasemjara í síðustu viku en í afriti þeirra vantaði síðustu síðuna, þar sem undirskriftir samningsaðilanna eru. Í kjölfarið óskaði ríkissáttasemjari eftir undirrituðum samningum, sem ÍFF sendi loks í dag. „Þeir vildu fá þarna tíma með lögfræðingum sínum til að fara yfir þetta. Þeir voru að hugsa um einhver persónuverndarsjónarmið og voru að velta fyrir sér hvort það væri réttlætanlegt að draga nöfn manna inn í þessa umræðu, sem hefur farið úr böndunum síðustu daga,“ segir Birgir. Þegar Vísir náði tali af honum hafði ÍFF enn ekki skilað inn undirrituðum samningum til ríkissáttasemjara og sagðist Birgir hafa ítrekað við félagið að það yrði að senda þá inn í dag. „Ég sagði þeim að annars myndi ég þurfa að gera það. Því þetta lítur bara illa út og kemur illa út fyrir okkur – eins og við hjá Play höfum eitthvað að fela, sem við höfum alls ekki.“ Stjórn stéttarfélags vill ekki vera „dregin inn í umræðuna" Vignir Örn Garðarsson flugmaður er formaður ÍFF. Hann vildi ekkert gefa upp um það hverjir sætu í stjórn félagsins eða hefðu komið að samningaborðinu við gerð kjarasamninganna við Play, þegar Vísir innti hann eftir svörum í dag. „Við erum ekki að ræða okkar mál opinberlega,“ sagði hann einfaldlega. Stjórn ÍFF sendi svo frá sér yfirlýsingu rétt í þessu þar sem meðlimir hennar harma „um að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY." Samningarnir hafi verið gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn. Undir hana kvitta stjórnarmennirnir; Vignir Örn Guðnason formaður, Friðrik Már Ottesen varaformaður og Margeir Stefánsson meðstjórnandi. Þá er tekið fram að ekki hafi allir þeir sem skrifuðu undir samningana verið í vinnu hjá Play. Alþýðusambandið hefur sagt að ÍFF beri öll merki þess að vera svokallað „gult stéttarfélag“ sem gangi erinda atvinnurekenda gegn hagsmunum og lágmarkskjörum launafólks. Þessu hafnar ÍFF og Birgir neitar einnig fyrir þetta. Tilkynning ÍFF í heild sinni: Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Við, stjórn Íslenska flugstéttafélagins, hörmum að nöfn okkar skulu vera dregin inn í umræðuna um lögmæti kjarasamninga félagsins við flugfélagið PLAY. Samningarnir voru gerðir í góðri trú af löglega kosinni stjórn og fulltrúum þeirra, á þeim tíma er fá störf voru við okkar fög á Íslandi. Ríkissáttasemjara hefur verið afhent skjöl þar sem nöfn þeirra sem skrifuðu undir samningana koma fram. Ekki eru allir þeir sem skrifuðu undir samningana í vinnu hjá PLAY. Virðingarfyllst, Stjórn Íslenska flugstéttafélagsins Vignir Örn Guðnason, formaður Friðrik Már Ottesen, varaformaður Margeir Stefánsson, meðstjórnandi
Play Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira