Sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega heilsu sína slæma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. maí 2021 16:01 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri hjá Landlækni. Vísir/Baldur Sviðsstjóri Lýðheilsusviðs Landlæknis segir sífellt fleiri börn og ungmenni meta andlega líðan sína slæma. Afar mikilvægt sé að bregðast við og samhæfa viðbrögð hjá þeim stofnunum sem koma að eða fylgjast með hópnum. Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra. Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Fram kom í fréttum í síðustu viku að bráðatilellum barna hefur fjölgað um tugi prósenta milli ára á Bugl. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Landlækni segir embættið fylgjast með líðan landsmanna og þar á meðal barna og ungmenna. Embættið fái m.a. gögn frá Skólaheilsugæslunni, Rannsóknum og greiningu og Skólapúlsinum. „Það sem við sjáum er að í nokkur ár hefur verið aukning hjá börnum og ungmennum sem meta andlega líðan sína slæma. Það er áhyggjuefni. Þá erum við að skoða hvaða áhrif Covid- faraldurinn hefur haft. En þá er mikilvægt að hafa í huga að það er kannski ekki bara faraldurinn sem er að hafa neikvæð áhrif á andlega líðan heldur hefur þetta verið þróun síðustu ár,“ segir Dóra. Hún segir að mögulega megi rekja þróunina til bankahrunsins. „Það eru komnar fram tilgátur um það að mögulega megi rekja þetta til samdráttar af völdum efnahagskreppunnar þ.e. niðurskurð í stoðþjónustu fyrir börn. Við þurfum að kanna hvort það sé raunin,“ segir hún. Hún segir þegar komnar fram ákveðnar vísbendingar í könnun sem verður birt hjá Landlækni í júní. „Einmanaleiki er að aukast, félagsfærni virðist vera að minnka og fleiri meta andlega heilsu sína slæma en áður. Samfélagið þarf að vera tilbúið að hjálpa fólki að taka á móti mótlæti í lífinu. Börn og ungmenni í dag hafa ekki mikla þjálfun í að taka á móti mótlæti og við þurfum að styrkja þau betur í því,“ segir Dóra. Hún segir margt gott að gerast en það sé mikilvægt að bregðast við. „Umræðan um geðheilsu er að opnast og börn og ungmenni eiga auðveldar en áður með að segja frá því ef þeim líður ekki vel. Það þarf að auka þjónustu við börn og ungmenni. Þá þarf að samræma þjónustu milli félags-,mennta-og heilbrigðiskerfisins,“ segir Dóra. Fram hefur komið að skjáfíkn hjá börnum og ungmennum sé að aukast og var bent á mikilvægi þess að fylgjast með því í lýðheilsuvísum Landlæknis. Dóra segir það vel koma til greina. „Skjárinn getur verið notaður á jákvæðan og neikvæðan máta. Við erum að fylgjast með rannsóknum erlendis og munum líklega setja viðmið inn í lýðheilsuvísa okkar á næsta ári,“ segir Dóra.
Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Mikil fjölgun bráðatilfella á Bugl: Mjög ljót neteineltismál og fleiri átröskunartilfelli Mikil aukning hefur verið á tilfellum bráðavanda hjá börnum og ungmennum á Bugl. Fjölgun milli ára er um 30-40%. Sérfræðilæknir þar segir að fleiri átröskunartilfelli hafi komið upp en áður. Þá séu mjög alvarleg neteineltismál að koma upp. 17. maí 2021 13:31