Knicks banna áhorfandann sem hrækti á Trae Young Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2021 23:30 Trae Young í leiknum síðustu nótt. Elsa/Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefur farið af stað með látum. Áhorfendur eru mættir aftur á hliðarlínuna og hafa þeir heldur betur látið taka til sín. Sumir á jákvæðan hátt en aðrir á neikvæðan hátt. Vísir fjallaði fyrr í dag um það hvernig poppkorni var hellt á Russell Westbrook er hann yfirgaf leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Wizards töpuðu og eru 2-0 undir í einvíginu en Westbrook var lítið að pæla í því eftir að áhorfandi sturtaði poppkorni yfir hann. Westbrook brást eðlilega illa við og þurfti öryggisverði til að aftra honum frá því að hjóla í téðan áhorfenda. Trae Young átti frábæran leik í liði Atlanta Hawks sem mátti þola tap gegn New York Knicks í New York. Young skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar en það sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var það að einn áhorfendanna í Garðinum, heimavelli Knicks, hrækti á Young á meðan leik stóð. Leikmaðurinn tók að því virtist ekki mikið eftir því og gerði grín að atvikinu á Twitter-síðu sinni í kjölfarið. Damn... Crazy ! @50cent y all good?! https://t.co/p8jSbwyozT— Trae Young (@TheTraeYoung) May 27, 2021 Knicks hefur samt ákveðið að banna einstaklinginn frá heimavelli sínum, að eilífu! „Rannsókn á málinu leiddi til staðfestingar á því einstaklingur, sem er ekki ársmiðahafi, hrækti á Trae Young. Vegna þess hefur hann verið bannaður frá Garðinum það sem eftir er,“ sagði í yfirlýsingu Knicks. Þá bað félagið Young – sem og allt Atlanta liðið – afsökunar á hegðun áhorfandans. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar heldur áfram í nótt þegar þrír leikir fara fram. Klukkan 23.30 er leikur Miami Heat og Milwaukee Bucks á dagskrá. Bucks leiða 2-0 og erfitt að sjá Miami komast lengra í ár. Klukkan 02.00 spila meistarar Los Angeles Lakers á heimavelli gegn Phoenix Suns. Allt er í járnum í rimmu liðanna en staðan er 1-1 sem stendur. Það sama er upp á teningnum í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets. Þau mætast klukkan 02.30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31 NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00 Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Vísir fjallaði fyrr í dag um það hvernig poppkorni var hellt á Russell Westbrook er hann yfirgaf leik Washington Wizards og Philadelphia 76ers vegna meiðsla. Wizards töpuðu og eru 2-0 undir í einvíginu en Westbrook var lítið að pæla í því eftir að áhorfandi sturtaði poppkorni yfir hann. Westbrook brást eðlilega illa við og þurfti öryggisverði til að aftra honum frá því að hjóla í téðan áhorfenda. Trae Young átti frábæran leik í liði Atlanta Hawks sem mátti þola tap gegn New York Knicks í New York. Young skoraði 30 stig og gaf 7 stoðsendingar en það sem vakti hvað mesta athygli í leiknum var það að einn áhorfendanna í Garðinum, heimavelli Knicks, hrækti á Young á meðan leik stóð. Leikmaðurinn tók að því virtist ekki mikið eftir því og gerði grín að atvikinu á Twitter-síðu sinni í kjölfarið. Damn... Crazy ! @50cent y all good?! https://t.co/p8jSbwyozT— Trae Young (@TheTraeYoung) May 27, 2021 Knicks hefur samt ákveðið að banna einstaklinginn frá heimavelli sínum, að eilífu! „Rannsókn á málinu leiddi til staðfestingar á því einstaklingur, sem er ekki ársmiðahafi, hrækti á Trae Young. Vegna þess hefur hann verið bannaður frá Garðinum það sem eftir er,“ sagði í yfirlýsingu Knicks. Þá bað félagið Young – sem og allt Atlanta liðið – afsökunar á hegðun áhorfandans. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar heldur áfram í nótt þegar þrír leikir fara fram. Klukkan 23.30 er leikur Miami Heat og Milwaukee Bucks á dagskrá. Bucks leiða 2-0 og erfitt að sjá Miami komast lengra í ár. Klukkan 02.00 spila meistarar Los Angeles Lakers á heimavelli gegn Phoenix Suns. Allt er í járnum í rimmu liðanna en staðan er 1-1 sem stendur. Það sama er upp á teningnum í einvígi Portland Trail Blazers og Denver Nuggets. Þau mætast klukkan 02.30. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31 NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00 Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Russell Westbrook endaði kvöldið snemma, meiddur og í poppkornssturtu Þetta var ekki gott kvöld fyrir Washington Wizards liðið sem er komið 2-0 undir á móti Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Utah Jazz jafnaði metin á móti Memphis og New York Knicks jafnaði metin á móti Atlanta. 27. maí 2021 07:31
NBA dagsins: „Ég hef aldrei verið í svona stöðu áður“ Utah Jazz endurheimti sinn besta mann og tókst að jafna einvígið sitt á móti Memphis Grizzlies í úrslitakeppni NBA í nótt og það þrátt fyrir metframmistöðu hjá stjörnubakverði hins liðsins. 27. maí 2021 15:00
Færði pabba sínum verðlaun fyrir að vera framfarakóngur NBA Julius Randle, leikmaður New York Knicks, var valinn framfarakóngur NBA-deildarinnar á þessu tímabili. Hann fékk yfirburðakosningu í valinu. 26. maí 2021 18:00