Meira um dómara og háskólana Bjarni Már Magnússon skrifar 28. maí 2021 13:01 Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Dómstólar Bjarni Már Magnússon Aukastörf dómara Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur mikilvæg umræða átt sér stað um aukastörf dómara og tengsl þeirra við íslensku háskólana. Sú umræða hefur í nokkru mæli beinst að dómurum við Hæstarétt Íslands. Umræðan ætti þó ekki að einskorðast við hann heldur ná til allra íslenskra dómara, þ.m.t. við önnur dómstig sem og til íslenskra dómara við alþjóðlega dómstóla. Samkrull Við Háskóla Íslands er starfrækt sjálfstæð stofnun, Hafréttarstofnun Íslands, sem varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins veitir forstöðu. Utanríkisráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið fjármagna Hafréttarstofnun nær alfarið (HÍ hefur ekki sett fjármagn í stofnunina). Forstöðumaðurinn hefur í gegnum tíðina fengið u.þ.b. fjórðung upphæðinnar sem ráðuneytin setja í stofnunina í laun. Ráðuneytin eru því í raun að greiða dómara við alþjóðalegan dómstól sem fjallar um málefni sem er á þeirra málefnasviði, og sem á að vera óháður ríkjum, laun með HÍ sem millilið. Í þessu samhengi skal tekið fram að dómarum við umræddan dómstól er heimilt að sinna rannsóknum og kennslu. Sumir þeirra eru t.d. prófessorar við öflugar menntastofnanir. Hafréttarstofnun er nokkuð sérstök stofnun, að mati undirritaðs. Eini starfsmaður stofnunarinnar er forstöðumaðurinn sjálfur – dómarinn – sem í áraraðir hefur verið þar í hlutastarfi, fyrst meðfram starfi sínu í utanríkisráðuneytinu og nú sem dómari við Alþjóðlega hafréttardóminn. Helsta virkni stofnunarinnar virðist hafa fyrst og fremst snúist í kringum forstöðumanninn sjálfan. Það er þó óljóst hvort það sé í krafti dómaraembættisins eða stofnunarinnar. Sem dæmi hefur fastur liður í starfsemi stofnunarinnar, og stór útgjaldaliður, í gegnum árin verið fjármögnun og starfsræksla sumarskóla á Ródos á Grikklandi í júlímánuði ásamt fleiri stofnunum þar sem forstöðumaðurinn er einn af helstu skipuleggjendum og kennurum. Best fjármögnuð Hafréttarstofnun er, að því best verður komist, best fjármagnaða fræðslu- og rannsóknarstofnunin á sviði lögfræði hérlendis af hálfu ríkisvaldsins - að undanskyldum lagadeildum háskólanna sjálfra - og hefur verið á fjárlögum í tæp 20 ár. Síðustu árin hafa tvær milljónir á ári runnið frá Hafréttarstofnun inn í starfsemi lagadeildar HÍ á ári þrátt fyrir að enginn fastráðinn starfsmaður við deildina geti talist sérfræðingur á sviði hafréttar, nema á afmörkuðum málefnasviðum hans, og rannsóknastarf við deildina á sviði hafréttar er takmarkað. Fjármunir fara því frá tveimur ráðuneytum inn í sjálfstæða stofnun í HÍ sem svo aftur renna að hluta inn í starfsemi lagadeildar HÍ. Það er nokkuð óvenjulegt. Stjórn stofnunarinnar saman stendur af fjórum ráðuneytisstarfsmönnum og tveimur stjórnarmönnum skipuðum af HÍ. Annar þeirra sem er skipaður af HÍ er héraðsdómari að aðalstarfi. Forstöðumaðurinn, er svo búsettur erlendis en kemur til landsins af og til. Sumarið 2020 var dregið fram í dagsljósið að forstöðumaðurinn/dómarinn hafði verið skipaður sendiherra árið 2014, þ.e. eftir að hann var kjörinn dómari við alþjóðlega hafréttardóminn. Hann starfaði sem sendiherra í einn mánuð áður en hann fór í leyfi en virðist halda sendiherratitli sínum, miðað við upplýsingar af vefsíðu Alþjóðlega hafréttardómsins. Engin tilkynning eða frétt var birt um skipanina líkt og alltaf hefur verið gert. Hagmunaárekstrar Í stuttu máli þá er staðan þannig að forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands, sjálfstæðrar stofnunar innan HÍ sem fjármögnuð er af tveimur ráðuneytum, er jafnframt varaforseti Alþjóðlega hafréttardómsins og sendiherra í leyfi frá utanríkisþjónustunni. Þarna eru óvenju mikið samkrull á ferðinni, og ekki verður hjá því komist að velta fyrir sér þeim hagsmunaárekstrum sem upp geta komið. Ofangreint fyrirkomulag er óskylt því sem undirritaður þekkir frá öðrum háskólum og skyldi engan undra. Höfundur er prófessor við lagadeild HR.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun