„Fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2021 13:14 Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. AÐSEND Njáll Trausti Friðbertsson hafði öruggan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í Suðurkjördæmi. Oddvitarnir ætla sér báðir að ná fleiri mönnum á þing nú en í síðustu alþingiskosningum. Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær og mun því leiða lista flokksins í næstkomandi alþingiskosningum. „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin við þig og viðurkenna það að mér hefur fundist þetta allt hálf óraunverulegt og ég kannski er ekki alveg búin að ná utan um atburðarásina,“ segir Guðrún. Reynslan úr atvinnulífinu mikilvæg Guðrún hlaut 2.183 atkvæði af þeim 4.647 sem greidd voru. Hún segir að reynsla hennar úr atvinnulífinu hafi að líkindum skilað henni sigri. „Ég vil taka það fram að mótframbjóðandi minn er mjög frambærilegur maður sem hefur unnið vel og allt okkar á milli hefur verið mjög drengilegt og unnið að mikilli virðingu. Það sem ég skynjaði kannski helst var reynsla mín úr atvinnulífinu. Það var kannski það ákall sem fólk beindi til mín þegar það var að hvetja mig til þess að stíga fram og gefa kost á mér, að það vantaði rödd úr atvinnulífinu og reynslu þaðan og ég held að það hafi kannski skipt mestu máli.“ Ætla að ná fjórum mönnum inn á þing Vilhjálmur Árnason sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti með 2.651 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti. Guðrún segir sameiningu innan kjördæmisins og segist hún sannfærð um að ná fjórum mönnum inn á þing í haust. Guðrún segist viss um að áherslubreytingar verði í kjördæminu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Það koma alltaf inn nýjar breytingar með nýju fólki.“ Ekki búin að ákveða umfjöllunarefni jómfrúarræðunnar Nær öruggt er að Guðrún er á leið inn á þing í haust. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða um hvað hún fjalli í jómfrúarræðu sinni á Alþingi. „Ég verð að viðurkenna það að fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið.“ Njáll með öruggan sigur Njáll Trausti Friðbertsson hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll hafði nokkuð öruggan sigur og endaði með 816 atkvæði af þeim 1.570 sem greidd voru. „Þetta gekk mjög vel og ég fæ afgerandi kosningu í fyrsta sætið þannig auðvitað er ég mjög ánægður með hvernig gekk og niðurstöðu prófkjörsins,“ sagði Njáll Trausti. Hann segir að vel hafi gengið með mál hans í þinginu og það hafi mögulega haft áhrif á sigur hans. „Fólk veit hvað ég stend fyrir og náðst góður árangur í mörgum af þeim málum sem ég hef verið að vinna með. Auðvitað hefur þetta litið mikið að innviðum landsins, að tryggja þá. Áhersla á innviði á landsbyggðinni, samgöngur, fjarskiptin og raforkumálin.“ „Ég skil alveg gremju um þessi mál almennt“ Berglind Ósk Guðmundsson hafnaði í öðru sæti listans. Því er ljóst að tveir efstu menn listans eru úr Eyjafirði. Er það ekkert bagalegt, að eystri hlutar kjördæmisins hafi kannski ekki beinan talsmann? „Auðvitað er þetta gríðarlega flókið kjördæmi,“ segir Njáll Trausti og bendir á að þeir sem höfnuðu í þriðja til fimmta sæti séu að austan. „Þetta er mikil breyting á ásýndinni. Það yngist mikið listinn. Góð kynjaskipting þannig að ég held að það raðist mjög vel upp á listann en sannarlega er það þannig að kjördæmið er flókið og ég skil alveg gremju um þessi mál almennt.“ Njáll Trausti kveðst ánægður með listann og ætlar að ná þremur mönnum inn á þing í haust. Gauti þiggur ekki þriðja sætið Gauti Jóhannesson sem sóttist eftir fyrsta sætinu gegn Njáli Trausta hafnaði í því þriðja. Hann hefur tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista flokksins. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43 Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær og mun því leiða lista flokksins í næstkomandi alþingiskosningum. „Ég verð nú bara að vera alveg hreinskilin við þig og viðurkenna það að mér hefur fundist þetta allt hálf óraunverulegt og ég kannski er ekki alveg búin að ná utan um atburðarásina,“ segir Guðrún. Reynslan úr atvinnulífinu mikilvæg Guðrún hlaut 2.183 atkvæði af þeim 4.647 sem greidd voru. Hún segir að reynsla hennar úr atvinnulífinu hafi að líkindum skilað henni sigri. „Ég vil taka það fram að mótframbjóðandi minn er mjög frambærilegur maður sem hefur unnið vel og allt okkar á milli hefur verið mjög drengilegt og unnið að mikilli virðingu. Það sem ég skynjaði kannski helst var reynsla mín úr atvinnulífinu. Það var kannski það ákall sem fólk beindi til mín þegar það var að hvetja mig til þess að stíga fram og gefa kost á mér, að það vantaði rödd úr atvinnulífinu og reynslu þaðan og ég held að það hafi kannski skipt mestu máli.“ Ætla að ná fjórum mönnum inn á þing Vilhjálmur Árnason sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu hafnaði í öðru sæti með 2.651 atkvæði samanlagt í fyrsta og annað sæti. Guðrún segir sameiningu innan kjördæmisins og segist hún sannfærð um að ná fjórum mönnum inn á þing í haust. Guðrún segist viss um að áherslubreytingar verði í kjördæminu. „Ég geri fastlega ráð fyrir því. Það koma alltaf inn nýjar breytingar með nýju fólki.“ Ekki búin að ákveða umfjöllunarefni jómfrúarræðunnar Nær öruggt er að Guðrún er á leið inn á þing í haust. Hún kveðst ekki vera búin að ákveða um hvað hún fjalli í jómfrúarræðu sinni á Alþingi. „Ég verð að viðurkenna það að fólk í Suðurkjördæmi kaus konu í oddvitasætið í gær sem hefur aldrei á ævi sinni komið inn í Alþingisúsið.“ Njáll með öruggan sigur Njáll Trausti Friðbertsson hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll hafði nokkuð öruggan sigur og endaði með 816 atkvæði af þeim 1.570 sem greidd voru. „Þetta gekk mjög vel og ég fæ afgerandi kosningu í fyrsta sætið þannig auðvitað er ég mjög ánægður með hvernig gekk og niðurstöðu prófkjörsins,“ sagði Njáll Trausti. Hann segir að vel hafi gengið með mál hans í þinginu og það hafi mögulega haft áhrif á sigur hans. „Fólk veit hvað ég stend fyrir og náðst góður árangur í mörgum af þeim málum sem ég hef verið að vinna með. Auðvitað hefur þetta litið mikið að innviðum landsins, að tryggja þá. Áhersla á innviði á landsbyggðinni, samgöngur, fjarskiptin og raforkumálin.“ „Ég skil alveg gremju um þessi mál almennt“ Berglind Ósk Guðmundsson hafnaði í öðru sæti listans. Því er ljóst að tveir efstu menn listans eru úr Eyjafirði. Er það ekkert bagalegt, að eystri hlutar kjördæmisins hafi kannski ekki beinan talsmann? „Auðvitað er þetta gríðarlega flókið kjördæmi,“ segir Njáll Trausti og bendir á að þeir sem höfnuðu í þriðja til fimmta sæti séu að austan. „Þetta er mikil breyting á ásýndinni. Það yngist mikið listinn. Góð kynjaskipting þannig að ég held að það raðist mjög vel upp á listann en sannarlega er það þannig að kjördæmið er flókið og ég skil alveg gremju um þessi mál almennt.“ Njáll Trausti kveðst ánægður með listann og ætlar að ná þremur mönnum inn á þing í haust. Gauti þiggur ekki þriðja sætið Gauti Jóhannesson sem sóttist eftir fyrsta sætinu gegn Njáli Trausta hafnaði í því þriðja. Hann hefur tekið ákvörðun um að þiggja ekki sæti á lista flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43 Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Guðrún hafði betur í Suðurkjördæmi Guðrún Hafsteinsdóttir bar sigur úr býtum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem fór fram í gær. Lokatölur bárust upp úr miðnætti en alls greiddu 4.647 atkvæði. Af þeim voru gildir seðlar 4.533 en auðir og ógildir 114. 30. maí 2021 07:43
Njáll Trausti sigrar í Norðausturkjördæmi Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði betur gegn Gauta Jóhannessyni, forseta sveitastjórnar Múlaþings, í baráttunni um fyrsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. 30. maí 2021 01:32