Skólastjóraskipti í Melaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2021 12:32 Jón Pétur Zimsen hefur mikla reynslu í skólastjórn úr Réttarholtsskóla. Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri í Melaskóla. Hann lætur af störfum sem aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hvar hann hefur starfað um árabil, meðal annars sem skólastjóri. Þá var Jón Pétur aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um tíma. Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk. Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk.
Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira