Skólastjóraskipti í Melaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2021 12:32 Jón Pétur Zimsen hefur mikla reynslu í skólastjórn úr Réttarholtsskóla. Jón Pétur Zimsen hefur verið ráðinn skólastjóri í Melaskóla. Hann lætur af störfum sem aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla hvar hann hefur starfað um árabil, meðal annars sem skólastjóri. Þá var Jón Pétur aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um tíma. Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk. Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Foreldrum og forráðamönnum barna við Melaskóla var tilkynnt um breytingar á stjórnun skólans í gær í tölvupósti frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Þar kom fram að breytingarnar væru niðurstaðan af viðtölum ráðgjafa skóla- og frístundasviðs við stjórnendur og starfsmenn skólans undanfarin misseri. Segir Helgi í bréfinu að líkt og foreldrum sé kunnugt hafi ríkt óánægja með stjórnun skólans um nokkurt skeið. Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri lætur af störfum.Vísir/Vilhelm Björgvin Þór Þórhallsson hefur sagt upp starfi skólastjóra eftir fimm ára starf. Hann var valinn úr hópi tólf umsækjenda vorið 2016 eftir að Dagný Annasdóttir sagði upp störfum. Leitin að arftaka hennar gekk hægt og þurfti að framlengja umsóknarfrestinn því svo fáir sóttu um til að byrja með. Dagný hætti störfum vegna „óvæginnar umfjöllunar“ í sinn garð. Þá höfðu fjölmargir kennarar við skólann skrifað undir undirskriftarlista þar sem lýst var yfir vantrausti á hennar störf. Málið var til umfjöllunar í fjölmiðlum og var blaðamaður DV dæmdur til að greiða Dagnýju skaðabætur. Jón Pétur verður sem fyrr segir nýr skólastjóri og er honum lýst sem margreyndum og farsælum stjórnanda af Helga. „Með honum kemur nýr aðstoðarskólastjóri, Harpa Reynisdóttir, sem jafnframt verður staðgengill skólastjóra.“ Helga Jóna Pálmadóttir gegnir áfram stöðu aðstoðarskólastjóra Melaskóla. Þá verður auglýst eftir rekstarstjóra í fullt starf við skólann á sama tíma og staða skrifstofustjóra Melaskóla er lögð niður. Nemendur í Melaskóla á leiðinni í hádegismat.Vísir/vilhelm „Björn Ottesen Pétursson lætur því af störfum nú á þessu skólaári og eru honum þökkuð kærlega áratuga löng og farsæl störf við skólann. Einnig verður í þessum breytingum felld niður staða sérkennslustjóra. Því lætur Þóra Ársælsdóttir einnig af störfum og eru henni sömuleiðis færðar bestu þakkir fyrir sín störf í þágu nemenda og skólans.“ Nýja stjórnendateymið mun á komandi dögum skipta með sér verkum. Jón Pétur tók við stjórn skólans í dag en kemur ekki að fullu til starfa til að byrja með þar sem hann er enn að störfum í Réttarholtsskóla. Kringlan í Melaskóla þar sem fatahengi yngstu bekkinga er að finna.Vísir/Vilhelm „Með þessum er breytingum er vonast til að festa og samstaða skapist um stjórn skólans og nýtt stjórnendateymi og starfslið skólans sameinist um farsælt og metnaðarfullt skólastarf í Melaskóla til framtíðar. Mikilvægt er að nýtt stjórnendateymi fái skilning og stuðning foreldrasamfélagins á fyrstu vikum og mánuðum breytinganna. Teymið mun hitta stjórn foreldrafélagsins og foreldra svo fljótt sem auðið er til að kynna sig,“ segir í bréfi Helga Grímssonar til foreldra. Melaskóli er fyrir börn í 1. til 7. bekk en Réttarholtsskóli fyrir 8., 9. og 10. bekk.
Grunnskólar Vistaskipti Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira