Börnum mismunað þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 1. júní 2021 17:31 Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna en hann mælist sjöundi minnsti í Evrópu. Staðan er verst í þátttöku í tómstundum en 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði eins og það er orðað í skýrslunniog Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi. Niðurstöður skýrslu Unicef 2021 eru afgerandi. Ekki hefur tekist að jafna stöðu barna þegar kemur að þátttöku í tómstundastarfi í Reykjavík. Samfélagið er núna að koma út úr kórónuveirufaraldrinum. Þótt nú horfir til betri vegar og líklegt að hagkerfið taki við sér er mikilvægt að horfa til áhrifa efnahagslægða á börn til skemmri og lengri tíma. Börn hafa ekki setið við sama borð í tómstundum í Reykjavík mjög lengi eins og sjá má í niðurstöðum rannsókna frá 2009, 2014 og 2018. Í dag, 1. júní legg ég fram í borgarstjórn tillögu um að borgarstjórn samþykki að jafna stöðu barna í íþrótta- og tómstundastarfi með því að beita sértækum aðgerðum s.s. að boðið verði upp á fjölbreytt úrræði í tómstundastarfi , óháð fjárhag foreldra, og að hagsmunir barna verði ávallt hafðir í forgangi við gerð fjárhagsáætlana Reykjavíkurborgar. Frístundakortið Frístundakortið sem er sérstaklega ætlað til að auka jöfnuð og fjölbreytileika tómstundastarfs er ekki fullnýtt. Tilgangur þess eins og segir í 2. gr. í reglum um frístundakort er að öll börn, 6-18 ára, í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Reglur um frístundakort eru of stífar sem hindrar sum börn í njóta góðs af frístundakortinu. Ég hef sem borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekað lagt til að reglur um frístundakort verði rýmkaðar til að nýting verði fullnægjandi. Tillögu Flokks fólksins um að vannýttar fjárhæðir frístundakortsins 2020 vegna COVID myndu færast yfir á þetta ár var felld í lok árs 2020. Ef horft er til sögu frístundakortsins þá hefði mátt gera margt betur í byrjun, s.s. að auglýsa frístundakortið betur. Kynning á kortinu, t.d. fyrir foreldra af erlendum uppruna, tókst ekki sem skyldi og ekki var nóg að gert til að útskýra tilgang og markmið frístundakortsins eða hvetja foreldra til að sækja um. Tungumálaörðugleikar eru vissulega vandamál en þá má yfirstíga með markvissari hætti við kynningu á frístundakortinu. Dæmi eru um að sumir foreldrar viti ekki að styrkjakerfið nái til annarrar starfsemi en íþrótta. Reykjavíkurborg verður að bregðast við með því að skoða hvaða hópar það eru sem hafa orðið verst úti og sem líða mesta skort öllu jafna. Beina þarf sértækum aðgerðum að börnum sem eru verst sett. Ennþá er staðan þannig með frístundakortið að bágstöddum foreldrum er bent á að þeir geti nýtt það til að greiða gjald frístundaheimilis. Þar með er úti tækifæri barnsins til að nýta það í tómstundir og íþróttir. Þessa heimild þarf að taka út og í staðinn tryggja foreldrum sem þess þurfa, örugga greiðslu til að greiða gjald frístundaheimilis eins og gr. 16. A í reglum um fjárhagsaðstoð bíður upp á. Gjaldskrár sumarnámskeiða hækkaðar Stýrihópur sem nýlega skilaði niðurstöðu sinni um endurskoðun reglna um frístundakort hefði getað liðkað enn meira um reglurnar til þess að gefa fleiri börnum tækifæri á að nýta það. Nú liggur fyrir gjaldskrá sumarnámskeiða 2021 í Fjölskyldugarðinum. Hálfsdags námskeið í 5 daga hækkar í verði og kostar nú 19.400 kr. og 4 daga námskeið kostar 15.500 kr. Í þessi námskeið er ekki hægt að nota frístundakortið. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að opnað verði fyrir að nota frístundakortið á sumarnámskeið og önnur styttri námskeið. Eins og reglurnar eru nú þarf styrkhæf starfsemi að vera við lýði í 8 vikur hið minnsta. Sem dæmi er vel hægt að hugsa sér að öll námskeið, stutt sem löng séu styrkhæf svo fremi sem þau eru á vegum Reykjavíkurborgar Niðurstöður nýrrar skýrslu Unicef á Íslandi þar sem fram kemur að íslensk börn eigi þess síður kost að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum verður að taka alvarlega. Vissulega er staða barna hér á landi góð í alþjóðlegum samanburði. En þegar samfélagið verður fyrir áfalli hvort heldur vegna hruns eða veirufaraldurs þá tapar hópur foreldra og barna. Það ríkir ójöfnuður meðal barna á Íslandi og hefur hann fengið að krauma. Sveiflur í efnahagslífinu hafa víðtæk áhrif á börn eins og hefur verið staðfest af sérfræðingum. Áhrifin eru lúmsk og geta verið lengi að koma fram. Eitt ár í lífi barns er langur tími. Barn hefur ekki mörg ár til að bíða því bernskan verður ekki tafin. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar