Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2021 17:50 Ekki verður kennt í Fossvogsskóla næsta skólaár vegna framkvæmda. Vísir/Vilhelm Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAMFOK og segjast forsvarsmenn samtakanna hafa miklar áhyggjur af málefnum Fossvogsskóla. Rakaskemmdir og mygla fundust í skólanum og hefur verið gripið til kostnaðarsamra úrbóta sem virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Frekari framkvæmdir munu fara fram og verður engin kennsla í skólanum á næsta skólaári. Sjá einnig: Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Í yfirlýsingu SAMFOK, sem þær Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, formaður stjórnar, og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, eru skrifaðar fyrir, segir að ljóst sé að viðgerðir hafi ekki upprætt vandamálið og næstu skref skipti öllu máli. „Í rúmlega tvö ár hafa foreldrar bent á að húsnæði skólans væri að valda veikindum hjá börnum og þurft að berjast fyrir því að á þá væri hlustað og fá Eflu að borðinu. Úttekt Eflu sýnir fram á að foreldrar höfðu rétt fyrir sér. Það skiptir öllum máli að fyrirhugaðar framkvæmdir verði vel unnar og í trausti allra sem að skólasamfélaginu koma. Það er því krafa foreldra að Efla verði fengin til að leiða verkefnið og hafa eftirlit með því,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að það þyki bjartsýni að viðgerðir muni taka einungis eitt skólaár og ekkert megi fara úrskeiðis til að það gangi eftir. Nemendur úr Fossvogsskóla eru eins og áður segir keyrðir í Korpuskóla á morgnanna og segir SAMFOK að ekki gangi upp að halda því fyrirkomulagi næsta skólaár og mögulega fleiri. Ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þegar minnst 30 til 40 mínútur á dag fari í akstur. Þar að auki sé húsnæði Korpuskóla allt of lítið. Það sé hannað fyrir 170 nemendur en nemendur Fossvogsskóla séu um 350. Þar að auki sé hluti húsnæðis Korpuskóla ekki í notkun vegna rakaskemmda. Þá segir í yfirlýsingunni að bæði börn og starfsfólk hafi sýnt einkenni mygluveikinda eftir flutning í Korpuskóla. „Við hjá SAMFOK höfum einnig áhyggjur af því að starfsmannavelta sé að aukast og að skólinn missi frábæra kennara sem kjósi að fara annað enda er álagið ekki síst á þá, hvort sem þeir finna fyrir einkennum myglu eða ekki. Kennarar hafa þurft að halda utan um nemendahópinn í öllu því sem á undan er gengið, aðlagað kennsluna að allt of litlu húsnæði og verið á sama tíma í óvissu varðandi eigin heilsu.“ Samtökin leggja til að skólastarf Fossvogsskóla verði tryggt sem fyrst í heimahverfi skólans. Til að mynda með færanlegum kennslustofum. Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá SAMFOK og segjast forsvarsmenn samtakanna hafa miklar áhyggjur af málefnum Fossvogsskóla. Rakaskemmdir og mygla fundust í skólanum og hefur verið gripið til kostnaðarsamra úrbóta sem virðast þó ekki hafa borið tilætlaðan árangur. Frekari framkvæmdir munu fara fram og verður engin kennsla í skólanum á næsta skólaári. Sjá einnig: Ekki kennt í Fossvogsskóla næsta vetur Í yfirlýsingu SAMFOK, sem þær Ragnheiður Inga Davíðsdóttir, formaður stjórnar, og Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri, eru skrifaðar fyrir, segir að ljóst sé að viðgerðir hafi ekki upprætt vandamálið og næstu skref skipti öllu máli. „Í rúmlega tvö ár hafa foreldrar bent á að húsnæði skólans væri að valda veikindum hjá börnum og þurft að berjast fyrir því að á þá væri hlustað og fá Eflu að borðinu. Úttekt Eflu sýnir fram á að foreldrar höfðu rétt fyrir sér. Það skiptir öllum máli að fyrirhugaðar framkvæmdir verði vel unnar og í trausti allra sem að skólasamfélaginu koma. Það er því krafa foreldra að Efla verði fengin til að leiða verkefnið og hafa eftirlit með því,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að það þyki bjartsýni að viðgerðir muni taka einungis eitt skólaár og ekkert megi fara úrskeiðis til að það gangi eftir. Nemendur úr Fossvogsskóla eru eins og áður segir keyrðir í Korpuskóla á morgnanna og segir SAMFOK að ekki gangi upp að halda því fyrirkomulagi næsta skólaár og mögulega fleiri. Ekki sé hægt að uppfylla kennsluskyldu þegar minnst 30 til 40 mínútur á dag fari í akstur. Þar að auki sé húsnæði Korpuskóla allt of lítið. Það sé hannað fyrir 170 nemendur en nemendur Fossvogsskóla séu um 350. Þar að auki sé hluti húsnæðis Korpuskóla ekki í notkun vegna rakaskemmda. Þá segir í yfirlýsingunni að bæði börn og starfsfólk hafi sýnt einkenni mygluveikinda eftir flutning í Korpuskóla. „Við hjá SAMFOK höfum einnig áhyggjur af því að starfsmannavelta sé að aukast og að skólinn missi frábæra kennara sem kjósi að fara annað enda er álagið ekki síst á þá, hvort sem þeir finna fyrir einkennum myglu eða ekki. Kennarar hafa þurft að halda utan um nemendahópinn í öllu því sem á undan er gengið, aðlagað kennsluna að allt of litlu húsnæði og verið á sama tíma í óvissu varðandi eigin heilsu.“ Samtökin leggja til að skólastarf Fossvogsskóla verði tryggt sem fyrst í heimahverfi skólans. Til að mynda með færanlegum kennslustofum.
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06 Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Grunur um myglu á Kvistaborg: „Talað fyrir daufum eyrum,“ segir leikskólastjórinn Tvær deildir á leikskólanum Kvistaborg í Fossvoginum hafa verið fluttar í skátaheimili Garðbúa í Hólmgarði vegna gruns um myglu í húsnæði leikskólans. Síðast var ráðist í framkvæmdir vegna myglu á Kvistaborg árið 2017. 28. apríl 2021 12:06
Mygla fannst einnig í Korpuskóla Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. 31. mars 2021 21:57