Langþreyttir flugmenn Landhelgisgæslunnar Jakob Ólafsson skrifar 2. júní 2021 12:01 Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Flugmenn Landhelgisgæslu Íslands hafa verið samningslausir í nærri eitt og hálft ár, eða frá árslokum 2019. Samninganefnd Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur gengið illa að fá fundi með samninganefnd ríkisins og er kjarasamningurinn nú kominn á borð ríkissáttasemjara. Einungis hafa fjórir fundir verið haldnir með ríkissáttasemjara frá 10. febrúar, 2021 og stefnan hjá fjármálaráðuneytinu virðist vera að fara með flugmenn Landhelgisgæslunar sömu leið og gerðadómur fór með flugvirkja LHG. Ásteytingarsteinninn er starfsaldurslistar flugmanna sem samninganefnd ríkisins telur ekki samræmast lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna nr. 70/1996, og tengir það gerðardómi sem felldi slíkan úrskurð í tilfelli flugvirkja LHG. Samninganefnd FÍA telur að þarna sé um grundvallarmisskilning að ræða því starfsaldurslistar flugmanna byggja á öðrum forsendum en starfsaldurslistar annarra stétta. Starfsaldurslistar flugmanna byggja á forsendum flugöryggis og með afnámi þeirra er flugöryggi beinlínis stefnt í hættu þar sem flugmenn LHG þurfa oft að taka erfiðar ákvarðarnir á erfiðum tímum, starfsaldurslisti heldur utan um flugmanninn við erfiðar ákvarðarnir. Starfsaldurslistar flugmanna = Flugöryggi Flug er öruggasti ferðamáti sem um getur en sá árangur byggir á þrotlausri öryggisvinnu. Stórt skref var tekið hér á Íslandi þegar sanngirnismenning (e. just culture) var innleidd inn í lög um loftferðir en starfsaldurslistar eru einn af burðarsúlum hennar. Starfsaldurslistar tryggja að... Flugmenn geti aflýst flugi ef þeir telja aðstæður ógna öryggi farþega eða áhafnar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að verða reknir eða verða refsað. Til að mynda í vályndum veðrum eða ef eldsneytisbirgðir eru ónægar. Flugmenn geti afboðað sig til vinnu séu þeir veikir eða of þreyttir án ótta við að verða reknir eða refsað. Flugmenn geti óhræddir tilkynnt um slys eða atvik svo hægt sé að bregðast við með breyttum verkferlum eða öðrum viðeigandi aðgerðum (sbr. sanngirnismenning). Flugmenn flytjist ekki i flugstjórastöður nema þeir hafi öðlast tilhlíðlega hæfni, reynslu og færni. Þannig má koma í veg fyrir frændhygli og spillingu. Reynslutap og spekileki Hagur flugrekstraraðila er einnig tryggður með þessu fyrirkomulagi því langtímasjónarmið eru ávallt farsælli í rekstri en áhættusamur skammtímagróði. Flugfélög sem ekki hafa starfsaldurslista hafa einnig miklu meiri flugmannaveltu með tilheyrandi reynslutapi og spekileka. Því eru starfsaldurslistar flugmanna í notkun hjá velflestum flugrekstraraðilum heims og ljóst er að flugfélög sem hafa öryggismenningu ekki í hávegi lenda í mun fleiri og alvarlegri tilvikum og slysum en önnur. Starfsaldurslistar flugmanna eru því mikilvægt öryggisatriði, og jafnvel enn mikilvægara í tilfelli flugmanna Landhelgisgæslunnar sem starfa oft undir gríðarlegu álagi, standa í framlínu í björgunaraðgerðum þar sem mannslíf eru oft í húfi og fljúga loftförum við afar krefjandi aðstæður með veikt og slasað fólk. Höfundur er flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun