Róbert Wessman kaupir íbúð fyrir 2,4 milljarða á Flórída Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 2. júní 2021 16:19 Róbert Wessman er langstærsti hluthafi Aztiq, sem festi kaup á um 2,4 milljarða króna lúxusíbúð fyrr á árinu. alvogen/Ritz-Carlton Aztiq, fjárfestingafélag Róberts Wessman, hefur fest kaup á 2,4 milljarða króna lúxusíbúð á Flórída. Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Íbúðin er í glæsiturni lúxushótelkeðjunnar Ritz-Carlton í borginni Sunny Isle Beach á Flórída. Turninum er lýst sem afgirtu lúxussamfélagi hjá erlendum miðlum og er ljóst að það er ekki á færi hins hefðbundna launamanns að leigja íbúð þar í nokkra daga, hvað þá að eignast slíka. Rúmir þúsund fermetrar í heildina Lára Ómarsdóttir, samskiptastjóri Aztiq, staðfestir kaupin við Vísi. Í erlendum miðlum er greint frá því að kaupverð hennar hafi verið tæpar 20 milljónir Bandaríkjadala, eða tæpir 2,4 milljarðar íslenskra króna. Business Journal fullyrðir þá að lán hafi verið tekið fyrir kaupunum upp á 13 milljónir Bandaríkjadala, eða rúman einn og hálfan milljarð. Íbúðin er vægast sagt glæsileg. Hún er 714 fermetrar, með sjö baðherbergjum, en við þetta bætast svo 365 fermetra svalir með einkasundlaug, garði og útieldhúsi. Hér má nálgast myndasyrpu af íbúðinni. Að sögn Láru var hún keypt fyrr nokkru síðan en hún var afhent nú í síðasta mánuði. Íbúðin er hugsuð til útleigu og síðar sölu á hagstæðara markaðsverði. Hún segir að eignin hafi verið keypt á afar hagstæðu verði og síðan kaupin hafi gengið í gegn hafi hún hækkað í verði um 20 til 30 prósent. Sjá einnig: Dýrasta íbúð sem Íslendingur hefur átt. Alvogen óvænt blandað inn í kaupin Einhvers misskilnings virðist þó gæta í umfjöllun Business Journal um kaupin. Þar er því slegið fram að höfuðstöðvar Alvogen á Íslandi hafi verið skráðar sem heimilisfang kaupandans í lánssamningnum. Í samtali við Vísi sagði Elísabet Hjaltadóttir, tengiliður Alvogen við fjölmiðla, að fyrirtækið kannaðist ekkert við kaupin og að búið væri að senda beiðni á Business Journal um leiðréttingu á fréttinni. Miðillinn hefur ekki orðið við því enn. Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.Alvogen Þar gæti tenging félaganna við Róbert Wessman skýrt rugling miðilsins. Róbert er bæði forstjóri og einn eigenda lyfjafyrirtækisins Alvogen. Hann á þá langstærstan hlut í fjárfestingafélaginu Aztiq, eða um þrjá fjórðu hluta þess. Ef höfuðstöðvar Aztiq á Smáratorgi 3 hafa verið skráðar sem heimilisfang kaupandans á lánssamningnum má ætla að Business Journal hafi ekki unnið alveg nægilega góða heimavinnu. Misskilningur hans er þó skiljanlegur því þó höfuðstöðvar Alvogen séu við Sæmundargötu í Vatnsmýrinni þá á fyrirtækið einnig skrifstofur á Smáratorgi 3 í sama húsi og Aztiq. Ef Róbert og heimilisfangið eru slegin inn saman á Google koma þá nokkrir tenglar sem vísa í Alvogen en enginn sem vísar í Aztiq. Fréttin hefur verið uppfærð: Í upprunalegri útgáfu kom fram að samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra Aztiq hefði íbúðin verið keypt fyrr á árinu. Það var rangt. Íbúðin var afhent í maí á þessu ári en nokkru lengra er síðan gengið var frá kaupunum.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira