Liðið sem æfði „aldrei“ og er komið upp í úrvalsdeild Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2021 17:00 Leikmenn Kríu fögnuðu úrvalsdeildarsætinu vel og innilega. vísir/svava Einstaklega góð stemning, einn kaldur í klefanum og ekkert of margar æfingar. Einhvern veginn svona var uppskriftin að því að lið Kríu komst úr 2. deild og upp í úrvalsdeild í handbolta á fyrstu tveimur árum sínum. Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“ Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Leikmenn Kríu fögnuðu vel í fyrrakvöld eftir að hafa unnið Víking með sannfærandi hætti í umspili og þar með tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð. Svava Kristín Gretarsdóttir var á staðnum og ræddi við leikmenn og þjálfara Kríu í sigurvímunni í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Klippa: Kría flaug upp í úrvalsdeild „Þetta er bara svo ótrúlegt. Vinahópur sem að spilaði saman upp alla yngri flokka, en flosnaði upp af alls konar ástæðum, einhverjir fóru í önnur lið og aðrir hættu, skuli hafa ákveðið í afmæli fyrir tveimur árum að búa til lið. Við gerðum það, fórum upp úr 2. deild, í Grillið og svo upp. Þetta er súrrealískt,“ sagði Daði Laxdal Gautason, leikmaður Kríu. Á meðal leikmanna sem Kría fékk fyrir tímabilið voru markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson og hornamaðurinn Kristján Orri Jóhannsson sem skoraði að meðaltali tíu mörk í leik í vetur. Pikkaði upp sterka karaktera og endaði með allt of mikið egó í liðinu „Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir ekkert eðlilega skemmtilegir,“ sagði Kristján, ánægður með að geta notið þess að spila án þess að þurfa að sitja vídjófundi og sinna mörgum æfingum. „Við æfðum einu sinni í þessari úrslitakeppni. Ég veit ekki hvort ég á að láta þetta út úr mér. Við æfðum eftir leik eitt á móti Fjölni (í undanúrslitum), töpuðum svo næsta leik með 13 mörkum, og þá ákváðum við bara að æfa ekkert,“ sagði Lárus Gunnarsson, þjálfari Kríu. Ljóst er að í Kríu er kominn saman hópur sem nýtur þess að vera saman: „Þetta var eiginlega ógeðslega auðvelt,“ sagði Daði. „Ég eyddi sumrinu í að djamma svolítið og fór inn í hina ýmsu vinahópa. Þetta eru allt vinir mínir (í liðinu). Maður pikkaði upp sterka karaktera og einhvern veginn endaði ég með allt of mikið egó í liðinu, sem var bara skemmtilegt. Í úrslitakeppninni var það þetta sem gerði gæfumuninn – að hafa svona mikla töffara í liðinu.“ Annað og meira en pöbbalið Á meðal leikmanna Kríu eru FH-tvíburarnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir, og Egill Ploder Ottósson sem þekktari er fyrir störf sín í fjölmiðlum: „Það verður bara að koma í ljós. Ég hef aldrei prófað það,“ sagði Egill aðspurður hvort hann væri leikmaður sem gæti spilað í Olís-deildinni. Hann var ánægður með að geta sannað að Kría væri annað og meira en eitthvert „pöbbalið“: „Tímabilið var bara geggjað. Upp og niður en alltaf stemning. Það er það sem Kría er; stemning. Hún kom okkur alla leið upp í úrvalsdeild. Við sönnuðum fyrir svo mörgum (að þetta væri hægt). Einhverjum sem kölluðu okkur pöbbalið í podcöstum, og Víkingur átti að valta yfir okkur. Við unnum 2-0 og erum komnir í úrvalsdeildina.“
Olís-deild karla Handbolti Kría Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira