Borholan gaus eftir að bóndinn dældi upp úr henni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2021 20:01 Hverinn gýs á tíu til tuttugu mínútna fresti. Goshverinn sem opnaðist á Reykjavöllum í Biskupstungum er í raun borhola frá 1947, sem áður var notuð til að hita upp gróðurhús á svæðinu. Jarðfræðingur segir að ekki sé um að ræða eitthvað sem gerist af náttúrunnar hendi, heldur hafi holan farið að gjósa heitu vatni þegar hreinsað var upp úr henni. „Þetta er gömul borhola sem var boruð 1947, ein af sex, og var lengi vel nýtt til að hita upp gróðurhúsin á svæðinu. Svo var hætt að nýta hana, hún var stífluð og hefur verið það síðustu 30 árin. Það var bara leir og drulla í henni,“ segir Heimir Ingimarsson jarðfræðingur í samtali við fréttastofu, en hann var staddur á svæðinu eftir að hafa tekið goshverinn út í rannsóknarskyni. Bóndinn hafi hreinsað upp úr holunni þar sem hann hugðist nýta holuna á nýjan leik. Hann hafi dælt á holuna með loftpressu, en á um sjö metra dýpi er einhver fyrirstaða í holunni. „Þegar hann loftblés, þá kom hann holunni í gos. Hún sýður upp þessa sjö metra vatnssúlu á tíu til tuttugu mínútna fresti, þannig að það koma gos á tíu til tuttugu mínútna fresti,“ segir Heimir. Þess á milli fellur vatnið aftur niður þar til hitinn að neðan, sem nær yfir hundrað gráðum, sýður það upp í gos á nýjan leik. Heimir segir að á nokkurra gosa fresti nái vatnsstrókurinn allt að tíu til fimmtán metra upp í loftið. Ekki beint af náttúrunnar hendi Heimir segir alveg ljóst að hverinn hafi myndast vegna þess að hreinsað var upp úr holunni og almennt megi ekki eiga von á því að svona hverar myndist upp úr þurru. „Þetta er ekkert af náttúrunnar hendi sem gerist bara allt í einu. Það var verið að eiga við borholuna og þess vegna skapaðist þetta,“ segir Heimir. Hann var staddur á svæðinu fyrir hönd Íslenskra orkurannsókna til að taka hverinn út, en sú athugun er þó hluti af stærri jarðhitarannsóknum á Reykjavöllum. „Það hafa verið gerðar rannsóknir hérna í gegnum tíðina og við erum að byrja að skoða þetta aftur eftir svolítið hlé,“ segir Heimir. Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Orkumál Jarðhiti Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
„Þetta er gömul borhola sem var boruð 1947, ein af sex, og var lengi vel nýtt til að hita upp gróðurhúsin á svæðinu. Svo var hætt að nýta hana, hún var stífluð og hefur verið það síðustu 30 árin. Það var bara leir og drulla í henni,“ segir Heimir Ingimarsson jarðfræðingur í samtali við fréttastofu, en hann var staddur á svæðinu eftir að hafa tekið goshverinn út í rannsóknarskyni. Bóndinn hafi hreinsað upp úr holunni þar sem hann hugðist nýta holuna á nýjan leik. Hann hafi dælt á holuna með loftpressu, en á um sjö metra dýpi er einhver fyrirstaða í holunni. „Þegar hann loftblés, þá kom hann holunni í gos. Hún sýður upp þessa sjö metra vatnssúlu á tíu til tuttugu mínútna fresti, þannig að það koma gos á tíu til tuttugu mínútna fresti,“ segir Heimir. Þess á milli fellur vatnið aftur niður þar til hitinn að neðan, sem nær yfir hundrað gráðum, sýður það upp í gos á nýjan leik. Heimir segir að á nokkurra gosa fresti nái vatnsstrókurinn allt að tíu til fimmtán metra upp í loftið. Ekki beint af náttúrunnar hendi Heimir segir alveg ljóst að hverinn hafi myndast vegna þess að hreinsað var upp úr holunni og almennt megi ekki eiga von á því að svona hverar myndist upp úr þurru. „Þetta er ekkert af náttúrunnar hendi sem gerist bara allt í einu. Það var verið að eiga við borholuna og þess vegna skapaðist þetta,“ segir Heimir. Hann var staddur á svæðinu fyrir hönd Íslenskra orkurannsókna til að taka hverinn út, en sú athugun er þó hluti af stærri jarðhitarannsóknum á Reykjavöllum. „Það hafa verið gerðar rannsóknir hérna í gegnum tíðina og við erum að byrja að skoða þetta aftur eftir svolítið hlé,“ segir Heimir.
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Orkumál Jarðhiti Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira