Kom Suns á kortið en gæti yfirgefið félagið í leit að lengri samning Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2021 23:31 Chris Paul í baráttunni gegn Wes Matthews. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Chris Paul, leikmaður Phoenix Suns í NBA-deildinni, gæti verið á leið frá félaginu en þessi 36 ára gamli leikstjórnandi virðist vilja lengri samning en þann sem Suns er með á borðinu. Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Paul er ein aðalástæða þess að Suns enduðu í 2. sæti Vesturdeildarinnar – ásamt ungstirninu Devon Booker - með 51 sigur og 21 tap í vetur. Var hann með 16.4 stig að meðaltali í þeim 70 leikjum sem hann spilaði og 8.9 stoðsendingar. Suns eru sem stendur 3-2 yfir gegn ríkjandi meisturum Los Angeles Lakers og geta sent þá heim er liðin mætast í LA í nótt. Paul meiddist á öxl snemma í einvíginu en hefur samt sem áður spilað nokkuð vel og stýrt ungu liði Suns af mikilli festu. Leikstjórnandinn getur gengið frá samningi sínum við Suns í sumar. Hann á enn ár eftir af samningnum en vegna ákvæðis getur hann gengið frá borði, og þar af leiðandi frá 44 milljónum Bandaríkjadala. Það þýðir að hann getur samið við hvaða lið sem er til lengri tíma en talið er að leikmaðurinn stefni á að semja til allt að þriggja ára og næla sér þar með í rúmar 100 milljónir dala. Latest @BleacherReport NBA Insiders Predict Huge Paydays for Phoenix Suns' Young Stars, CP3 - Ayton & Bridges are extension eligible and Ayton looking like he's max-worthy; CP3 may opt out, but Suns should reinvest to keep their vet leader w/the young core https://t.co/ChH4j3KyXL— Eric Pincus (@EricPincus) June 3, 2021 Það er óvíst hvort nýleg meiðsli hafi fengið Chris Paul til að endurskoða sín mál en það má reikna með að hann verði eftirsóttur í sumar verði hann ekki áfram hjá Phoenix Suns. Hann hefur nú þegar verið orðaður við New York Knicks sem töpuðu 4-1 gegn Atlanta Hawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fari svo að hann yfirgefi Suns væri hann að semja við sitt sjötta lið á ferlinum en hann hefur áður leikið með New Orleans Hornets, Los Angeles Clippers, Houston Rockets og Oklahoma City Thunder. Chris Paul var valinn nýliði ársins 2006. Hann hefur fjórum sinnum verið stoðsendingahæsti leikmaður NBA-deildarinnar og sex sinnum stolið flestum boltum. Þá hefur hann ellefu sinnum tekið þátt í stjörnuleiknum ásamt því að vinna gull með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og London 2012. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira