Alls fengu 67.500 manns ávísað þunglyndis-og eða róandi og kvíðalyf hér á landi á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Um þrjúþúsund og fimm hundruð börn fengu slík lyf. Inn í þessum tölum eru ekki lyf sem einstaklingar fá á spítölum.
Alls fengur því um 22,4 prósent 18 ára og eldri slík lyf. Þriðjungur kvenna 67 ára og eldri fékk þunglyndislyf.

Notkun þunglyndislyfja hefur aukist ár frá ári en tæplega tíu þúsund fleiri notuðu slík lyf 2020 en árið 2016.
Aldurshópurinn 18-39 ára eru sá hópur sem fær mest af slíkum lyfjum en eldri borgarar og fólk á aldrinum 40-54 eru í öðru og þriðja sæti.

Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að nota þunglyndislyf en á síðasta ári fengu ríflega 20 þúsund karlar slík lyf og yfir 35 þúsund konur.

Kostnaður ríkisins vegna þunglyndislyfja hefur tæplega tvöfaldast frá árinu 2016 og var í fyrra næstum 600 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. . Heildarkostnaður, en þá er greiðsluþátttaka almennings inn í, var í fyrra var tæplega einn komma einn milljarður króna. Í þessum tölum eru ekki lyf sem gefið eru á spítölum eða öldrunarstofnunum.

Á síðasta ári fengu 25.500 manns róandi og kvíðastillandi lyf og af þeim voru 450 börn en 67 og eldri er fjölmennasti hópur þeirra sem fékk slík lyf.

Í tölfræðigögnum frá norrænu heilbrigðisnefndinni frá 2016 kemur fram að Íslendingar eru tvöfalt til fimmfalt líklegri til að nota þunglyndislyf en sjö aðrar samanburðaþjóðir.
