Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:10 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í fyrra. Málið hefur verið til umræðu í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem lagði í morgun til að málinu yrði vísað þaðan þar sem ekki hefur tekist að klára það. vísir/Vilhelm Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“ Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Þingflokksformenn funda aftur í hádeginu til þess að reyna ná samkomulagi um þinglok og þau mál sem á að afgreiða á lokadögum þingsins. Hann Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir óvissumálum líklega hafa fækkað í morgun þegar meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis lagði fram tillögu um að vísa frumvarpi um stofnun miðhálendisþjóðgarðs aftur til ríkisstjórnarinnar. „Raunverulega er þetta bara einhvers konar spariútgáfa af því að málið er að daga uppi í nefndinni. Yfirleitt eru nú frávísunartillgöur til komnar þegar nefnd hefur klárað mál en staðreyndin er sú að hálendisþjóðgarðurinn kláraðist ekki í nefnd,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Málið var rætt í þingflokkum eftir fundinn og nefndin mun síðan koma aftur saman síðar í dag til þess að samþykkja tillöguna. Hún segir útlit fyrir að rammaáætlun verði ekki heldur afgreidd fyrir þinglok „Það er ekki algjörlega frágengið en það lítur út fyrir að það mál fari ekki neitt,“ segir Hanna Katrín. „Þetta er náttúrulega óbreytt mál frá því í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna, sem náðu ekki að klára málið af því þær enduðu samstarf sitt óvænt og við erum enn í sömu sporum og ég held að staðreyndin sé sú að það er orðið fullreynt með þessa nálgun.“ Hann Katrín segir að nú þegar afdrif þessa tveggja stóru mála liggi nokkurn veginn fyrir verði líklega auðveldara að loka öðrum. Í samningaviðræðum segir hún Viðreisin meðal annars leggja áherslu á að fá samþykkta tillögu um stefnu fyrir afreksfólk í íþróttum. „Að það verði á næstunni búin til tímasett áætlun og tryggður fjárhagslegur stuðningur í kjöfarið við afreksfólk,“ segir hún. „Síðan erum við með tillögu sem lítur að heilbrigðismálunum og er einfaldlega sú að við hættum að senda fólk til útlanda í aðgerðir þegar hægt er að framkvæma þær hér á landi.“
Hálendisþjóðgarður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“