Arnar Þór á mikið erindi á Alþingi Haraldur Ólafsson skrifar 11. júní 2021 08:01 Ófæran Á ferðalagi er mikilvægt að ná næstu beygju og komast í gegnum þá skafla sem fyrir verða. Það er líka mikilvægt að vita hvert er haldið og hvaða leið er valin. Jafnvel þótt einhverjar hugmyndir séu uppi um áfangastað dugir það ekki ef ökumaðurinn velur leið með sífellt krappari beygjum, þrengri slóða og stærri sköflum, leið sem endar í ófæru. Sú leið að fela öðrum en þeim, sem þiggja umboð sitt frá fólkinu í landinu, að setja fleiri og fleiri lög á ótal sviðum er ófæra. Uppruninn og lesturinn Sífellt fleiri lög á Íslandi eiga rætur í tilskipunum sem berast með pósti frá útlöndum. Þær reglur sem samdar eru með þarfir erlendra stjórþjóða í huga geta orðið til mikillar óþurftar á Íslandi. Þær geta þjónað hagsmunum stórþjóðanna, eða þeirra sem þar ráða, á kostnað hagsmuna Íslendinga með beinum og skýrum hætti, en þær geta líka verið verulega kostnaðarsamar og íþyngjandi fyrir íslensk samfélag, án þess að öðrum þjóðum sé nokkur hagur af því. Eflaust eru margar af þessum erlendu reglum ágætar og til bóta fyrir landsmenn. Þær má þá taka upp í íslensk lög, höfundunum í útlöndum fullkomlega að meinalausu.Mönnum eins og Arnari Þór Jónssyni er öðrum fremur treystandi í slíkt verkefni. Ekki spillir svo að Arnar Þór er afar hallur undir að ungt fólk nái góðri færni í að lesa, skrifa og reikna. Taumlaus velsæld og gleði Arnar Þór er hlynntur frelsi til orðs og æðis í framtíðarsamfélagi þar sem allir tútna út af velsæld, gleði, réttsýni og þekkingu. Það eru reyndar flestir aðrir á sömu línu svo það eitt dugir ekki þegar velja þarf fólk til að smíða lög. Það þarf kraft, yfirvegun og glöggskyggni. Á það allt við um Arnar Þór. Það þarf kraft til að rífa sig úr þægilegri innivinnu, starfi sem tekið hefur áratugi að koma sér í og mun fleiri vilja, en fá. Arnar Þór Jónsson hafði kraft til að koma sér í það starf og sýnir nú að hann hefur kraft til að hætta því og takast á við að vinna hugsjónum brautargengi. Það er erfitt að snúa svoleiðis menn niður. Arnar Þór hefur mjög mikla þekkingu á þeim sviðum sem til þarf og hann ber líka í sér atorku, skynsemi og þá glöggskyggni sem svo nauðsynleg er fyrir þá sem taka að sér að smíða Íslendingum lög. Svo er hann svo háttvís menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í hann. Niðurstaðan Niðurstaðan eru sú að það er verulega góð hugmynd að styðja Arnar Þór Jónsson í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Haraldur Ólafsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ófæran Á ferðalagi er mikilvægt að ná næstu beygju og komast í gegnum þá skafla sem fyrir verða. Það er líka mikilvægt að vita hvert er haldið og hvaða leið er valin. Jafnvel þótt einhverjar hugmyndir séu uppi um áfangastað dugir það ekki ef ökumaðurinn velur leið með sífellt krappari beygjum, þrengri slóða og stærri sköflum, leið sem endar í ófæru. Sú leið að fela öðrum en þeim, sem þiggja umboð sitt frá fólkinu í landinu, að setja fleiri og fleiri lög á ótal sviðum er ófæra. Uppruninn og lesturinn Sífellt fleiri lög á Íslandi eiga rætur í tilskipunum sem berast með pósti frá útlöndum. Þær reglur sem samdar eru með þarfir erlendra stjórþjóða í huga geta orðið til mikillar óþurftar á Íslandi. Þær geta þjónað hagsmunum stórþjóðanna, eða þeirra sem þar ráða, á kostnað hagsmuna Íslendinga með beinum og skýrum hætti, en þær geta líka verið verulega kostnaðarsamar og íþyngjandi fyrir íslensk samfélag, án þess að öðrum þjóðum sé nokkur hagur af því. Eflaust eru margar af þessum erlendu reglum ágætar og til bóta fyrir landsmenn. Þær má þá taka upp í íslensk lög, höfundunum í útlöndum fullkomlega að meinalausu.Mönnum eins og Arnari Þór Jónssyni er öðrum fremur treystandi í slíkt verkefni. Ekki spillir svo að Arnar Þór er afar hallur undir að ungt fólk nái góðri færni í að lesa, skrifa og reikna. Taumlaus velsæld og gleði Arnar Þór er hlynntur frelsi til orðs og æðis í framtíðarsamfélagi þar sem allir tútna út af velsæld, gleði, réttsýni og þekkingu. Það eru reyndar flestir aðrir á sömu línu svo það eitt dugir ekki þegar velja þarf fólk til að smíða lög. Það þarf kraft, yfirvegun og glöggskyggni. Á það allt við um Arnar Þór. Það þarf kraft til að rífa sig úr þægilegri innivinnu, starfi sem tekið hefur áratugi að koma sér í og mun fleiri vilja, en fá. Arnar Þór Jónsson hafði kraft til að koma sér í það starf og sýnir nú að hann hefur kraft til að hætta því og takast á við að vinna hugsjónum brautargengi. Það er erfitt að snúa svoleiðis menn niður. Arnar Þór hefur mjög mikla þekkingu á þeim sviðum sem til þarf og hann ber líka í sér atorku, skynsemi og þá glöggskyggni sem svo nauðsynleg er fyrir þá sem taka að sér að smíða Íslendingum lög. Svo er hann svo háttvís menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja í hann. Niðurstaðan Niðurstaðan eru sú að það er verulega góð hugmynd að styðja Arnar Þór Jónsson í yfirstandandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun