Nei, það á ekki að niðurgreiða sálfræðiþjónustu Þórarinn Hjartarson skrifar 19. júní 2021 11:00 Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast. Stjórnmálamenn eru að nýta sér vanlíðan ungs fólks í aðdraganda kosninga. Þeir fleygja fram ævintýralega fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig á standa við loforðin. Pólitískum andstæðingum hugnast ekki að setja sig upp gegn þessu því enginn vill vera sá stjórnmálamaður sem vildi ekki aðstoða fólk í neyð. Sálfræðingar og fólk í vanda eru pólitískt barefli. Víða má heyra slagorð á borð við „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu strax“ og „útrýmum biðlistum“. En hvað þýða þessi orð? Í færslu frá því árinu 2017 á vef ADHD-samtakanna segir: „Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.“ Íslendingar vilja koma samlöndum sínum til aðstoðar. Þó svo að viljinn sé fyrir hendi skortir yfirsýn. Það er vissulega vandamál að þeir sem þurfa helst á niðurgreiðslu að halda séu tekjulágir hópar og öryrkjar, sem eiga síður efni á þjónustunni. En slagorðið „tekjutengd niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu fyrir tekjulágahópa strax í dag“ hljómar ekki jafn vel og „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu“. Í viðtali sem ég tók nýverið við formann Sálfræðingafélags Íslands kom fram að það virðist skorta samtal milli Sjúkratrygginga Íslands (sem að öllum líkindum myndu koma til með að sjá um niðurgreiðsluferlið) og stétt sálfræðinga. Enginn virðist hafa hugmynd um hvernig nákvæmlega skuli staðið að þessu. Að auka fjármagn til að takast á við þennan vanda gæti verið skynsamleg leið. Hægt væri að auka framlög til menntastofnanna til þess að útskrifa fleiri sálfræðinga. Ef útrýma á biðlistum þarf að auka sálfræðitíma sem fólki stendur til boða. Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það. Ágæti stefnu og hugsjóna stjórnmálamanna ætti ekki meta út frá fyrirhuguðum markmiðum heldur út frá því hvaða áhrif þær hafa í raun og veru. Það er lýðskrum að segjast ætla að leysa vanda án þess að útskýra hvernig takast skuli gert. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Þórarinn Hjartarson Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu myndi auka eftirspurn án aukningar á framboðshliðinni. Fólk sem þarf ekki á sálfræðiþjónustunni að halda myndi sækja slíka tíma og biðlistar sem nú þegar eru til staðar margfaldast. Stjórnmálamenn eru að nýta sér vanlíðan ungs fólks í aðdraganda kosninga. Þeir fleygja fram ævintýralega fjarstæðukenndum hugmyndum um aðgengi að sálfræðiþjónustu án þess að svara því hvernig á standa við loforðin. Pólitískum andstæðingum hugnast ekki að setja sig upp gegn þessu því enginn vill vera sá stjórnmálamaður sem vildi ekki aðstoða fólk í neyð. Sálfræðingar og fólk í vanda eru pólitískt barefli. Víða má heyra slagorð á borð við „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu strax“ og „útrýmum biðlistum“. En hvað þýða þessi orð? Í færslu frá því árinu 2017 á vef ADHD-samtakanna segir: „Sálfræðiþjónusta er líka heilbrigðisþjónusta að mati nær allra landsmanna. Yfir 90% svarenda í nýrri könnun Gallup, sem gerð var fyrir Öryrkjabandalag Íslands, telja að sálfræðiþjónusta og tannlækningar eigi að vera niðurgreidd fyrir alla Íslendinga með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta eins og þjónusta heilsugæslu, sjúkrahúsa og sérfræðilækna.“ Íslendingar vilja koma samlöndum sínum til aðstoðar. Þó svo að viljinn sé fyrir hendi skortir yfirsýn. Það er vissulega vandamál að þeir sem þurfa helst á niðurgreiðslu að halda séu tekjulágir hópar og öryrkjar, sem eiga síður efni á þjónustunni. En slagorðið „tekjutengd niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu fyrir tekjulágahópa strax í dag“ hljómar ekki jafn vel og „niðurgreiðum sálfræðiþjónustu“. Í viðtali sem ég tók nýverið við formann Sálfræðingafélags Íslands kom fram að það virðist skorta samtal milli Sjúkratrygginga Íslands (sem að öllum líkindum myndu koma til með að sjá um niðurgreiðsluferlið) og stétt sálfræðinga. Enginn virðist hafa hugmynd um hvernig nákvæmlega skuli staðið að þessu. Að auka fjármagn til að takast á við þennan vanda gæti verið skynsamleg leið. Hægt væri að auka framlög til menntastofnanna til þess að útskrifa fleiri sálfræðinga. Ef útrýma á biðlistum þarf að auka sálfræðitíma sem fólki stendur til boða. Ef sálfræðiþjónusta verður niðurgreidd að fullu til allra þeirra sem sækjast eftir henni mun það leggja kerfið á hliðina. Þeir sem þurfa nauðsynlega á þjónustunni að halda myndu ekki komast að og sálræn líðan landsmanna kæmi til með að líða fyrir það. Ágæti stefnu og hugsjóna stjórnmálamanna ætti ekki meta út frá fyrirhuguðum markmiðum heldur út frá því hvaða áhrif þær hafa í raun og veru. Það er lýðskrum að segjast ætla að leysa vanda án þess að útskýra hvernig takast skuli gert. Höfundur er þáttastjórnandi í hlaðvarpinu Ein Pæling.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun