Minning um Hannesarholt? Vigdís Jóhannsdóttir skrifar 22. júní 2021 13:31 Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára. Þetta lýsir einmitt Hannesarholti svo vel. Ungt að árum með gamla og hlýja sál. Þetta fann maður um leið og maður gekk inn um dyrnar. Hlýjuna sem tók á móti manni eins og að skríða í mjúkan ömmu faðm. Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað? Hvert á ég nú að fara? Hvar á umhyggjan nú heima? Hver þarf fortíð til að búa til framtíð? Hvað græðir maður á að vita hvað fjalldrapi er eða allt þetta sem gerðist í gamla daga? Eða þessi Hannes Hafstein? Hvað veit þessi amma eiginlega um það sem máli skiptir? Kannski var það óskhyggja að umhyggja gæti í raun átt heimili. En það er falleg ósk sem fyllti mann von. Minnti á það góða sem var og kjarnaði mann í hraða samfélagsins. Hannesarholt er jú bara hús, og hvaða vitleysa er það að syrgja hús? Ef þú gætir bætt árum við þinn hlýja stað. Þinn hlýja ömmu faðm. Myndirðu gera það ef þú hefðir tækifæri til? Hvað ef það er enn von þó veik sé? Að slökkva ljósin þegar enn er mikið að segja, mikið að gera, mikið að gefa er ófyrirgefanlegt. Höfundur er stjórnarformaður Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Menning Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúleg tilhugsun að Hannesarholt nái aðeins átta ára aldri. Tilfinningin er að það hafi alltaf verið til þó það hafi látið fara lítið fyrir sér. Átta ára er enginn aldur nema fyrir þann sem er átta ára. Þetta lýsir einmitt Hannesarholti svo vel. Ungt að árum með gamla og hlýja sál. Þetta fann maður um leið og maður gekk inn um dyrnar. Hlýjuna sem tók á móti manni eins og að skríða í mjúkan ömmu faðm. Þarna bjó umhyggjan og allir voru velkomnir. Húsið með stóra hjartað sem krafðist einskis en gaf svo mikið. En það er kannski einmitt þess vegna sem Hannesarholt mun ekki njóta við öllu lengur. Því það var allra. Sjálfsagður hlutur í tilverunni sem ekki þurfti að þakka sérstaklega fyrir því það var alltaf skilyrðislaust til staðar. Það átti enginn þessa umhyggju. Það bar enginn ábyrgð á henni. Það var ekki okkar að tryggja fjölbreyttri list heimili, stað fyrir tónlist að óma eða notarlega matarlyktina frá eldhúsinu. Menning er nú ekki eitthvað sem þarf að hlúa að, hún er jú harðgerð eins og fjalldrapinn og finnur sinn farveg. Það var ekki okkar að tryggja að umhyggja blómstraði, eða hvað? Hvert á ég nú að fara? Hvar á umhyggjan nú heima? Hver þarf fortíð til að búa til framtíð? Hvað græðir maður á að vita hvað fjalldrapi er eða allt þetta sem gerðist í gamla daga? Eða þessi Hannes Hafstein? Hvað veit þessi amma eiginlega um það sem máli skiptir? Kannski var það óskhyggja að umhyggja gæti í raun átt heimili. En það er falleg ósk sem fyllti mann von. Minnti á það góða sem var og kjarnaði mann í hraða samfélagsins. Hannesarholt er jú bara hús, og hvaða vitleysa er það að syrgja hús? Ef þú gætir bætt árum við þinn hlýja stað. Þinn hlýja ömmu faðm. Myndirðu gera það ef þú hefðir tækifæri til? Hvað ef það er enn von þó veik sé? Að slökkva ljósin þegar enn er mikið að segja, mikið að gera, mikið að gefa er ófyrirgefanlegt. Höfundur er stjórnarformaður Hannesarholts.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun