Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Arnór Víkingsson skrifar 24. júní 2021 13:30 Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Reykjavík Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun