Drekar og orkuskipti Ágúst Elvar Bjarnason og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 25. júní 2021 13:31 Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Á seinnihluta síðustu aldar voru rafmagnsbílabrautir vinsælt leikfang krakka á öllum aldri. Bílarnir voru knúðir rafmagni og þeyttust áfram á ógnarhraða miðað við stærð og sigruðust oftar en ekki á þyngdaraflinu með ævintýralegum hætti. Þá datt fáum í hug að slík ökutæki gætu orðið farskjóti almennings. Þeir sem léku sér að bílabrautunum nýttu sér farskjóta sem drifnir voru áfram af jarðefnaeldsneyti og þeir skjótar sem drukku mest voru oft kallaðir „drekar“ og spúuðu eldi. Eftirspurn eftir vistvænum ökutækjum Sögur og kvikmyndir sem lýsa framtíðinni hafa að mörgu leyti reynst sannspáar og verið hvatning þeirra sem nýttu rafmagn við að knýja bílabrautir, að gera alvöru úr vísindaskáldskapnum með því að þróa og framleiða ökutæki sem ganga fyrir nýorku en þar er rafmagnið hvað straumharðast að sinni. Þá eru ótalin þau áhrif sem umræða um gróðurhúsaáhrif og kolefnisspor hafa haft á þróun þeirra vistvænu orkugjafa sem ætlað er að knýja „dreka“ framtíðarinnar og spúa eldingum. Þvert á eftirspurn eftir bílabrautum hefur eftirspurn eftir ökutækjum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti aukist mikið hér á landi undanfarin ár. Hlutfall nýskráðra ökutækja hefur aukist jafnt og þétt en fyrstu fimm mánuði þessa árs er hlutfall vistvænna fólksbíla af heildarfjölda nýskráðra ökutækja um helmingur og hefur þrefaldast frá árinu 2019. Verði 20% af bílaleigubílum árið 2025 Ökutækjaleigur eru stærsti einstaki eigandi ökutækja hér á landi með um 25.000 bíla yfir háannatíma sem eru um 10% af heildarflota fólksbíla hér á landi á hverju ári. Ökutækjaleigur eru eðli sínu samkvæmt þar með stærsti frambjóðandi bíla á markaði með notaða bíla en gera má ráð fyrir að þriðji hver bíll sem er í eigu einstaklinga í dag hafi verið nýttur sem bílaleigubíll í upphafi. Í samstarfi við stjórnvöld hafa Ökutækjaleigur sett upp hvatakerfi sem stuðlað að fjölgun vistvænna bílaleigubíla. Til að njóta hvatans þurfa bílaleigur þannig að nýskrá að minnsta kosti 15% vistvænna ökutækja af kaupum sínum á þessu ári en það hlutfall fer í 25% á næsta ári. Markmið með hvatanum er að fjölga vistvænum bílum í umferð og mæta þannig markmiðum stjórnvalda um að árið 2025 gangi 20% af flota ökutækjaleiga fyrir vistvænu eldsneyti. Aðgerðin ætti einnig að skila fleiri vistvænum bílum út á markað með notaða bíla. Mikilvægt að ýta undir orkuskipti Ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli að huga að kolefnisspori sínu og setja sér markmið um lækkun losunar. Mörg fyrirtæki hafa þegar náð góðum árangri á þessu sviði og hlotið viðurkenningar á öllum sviðum. Eins og fram kemur hér að framan eru ökutækjaleigur ein af mörgum greinum ferðaþjónustu sem nýtur þess að þróunin er hvað hröðust á þeirra vettvangi. Mikilvægt er þó að ýta undir orkuskipti og aukna kolefnislosun þvert á greinar í ferðaþjónustu, m.a. í gistingu, veitingum, afþreyingu og fólksflutningum sem og á Keflavíkurflugvelli þar sem mikil tækifæri leynast. Úr eldi í eldingar Loftslagsvísir atvinnulífsins er samstarfsverkefni Grænvangs, stjórnvalda og samtaka sem standa að Samtökum atvinnulífsins ásamt Bændasamtökunum. Loftslagsvísir styður við þá þróun sem ferðaþjónustan þarf á að halda við að gera ferðalag um landið kolefnislaust. Með markvissri uppbyggingu innviða fyrir vistvæna bíla og auknu framboði verður hægt að bjóða ferðamönnum að aka þeim um landið án vandkvæða. Öflug innkoma ferðaþjónustu að orkuskiptum er þannig eitt stærsta skref greinarinnar að því að leggja grunn að kolefnislausu ferðalagi um áfangastaðinn Ísland. Markmið loftslagsvísis mæta markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum auk þess að virka sem hvatning til fyrirtækja til að bæta kolefnisspor sitt og stuðla að eflingu orkuskipta og fá þannig drekana til að fara úr eldi í eldingar. Höfundar eru verkefnastjórar hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun