Gölluð niðurstaða Daða Más Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 25. júní 2021 21:55 Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. Í grein sem hann birtir 24. júní heldur hann því fram að vegna þess að fiskverð í beinum viðskiptum (þegar útgerð og vinnsla eru á sömu hendi) sé ákveðið innan fyrirtækjanna, en ekki með markaðsviðmiðum, séu sjómenn hlunnfarnir um 10 milljarða á ári. Hann segir: „Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna”. Staðreyndin er þessi: Samkvæmt samkomulagi útgerða og sjómanna miðast fiskverð í beinum viðskiptum að jafnaði við 80% af þriggja mánaða vegnu meðalskilaverði íslenskra fiskmarkaða. Markmiðið er að fiskvinnslan greiði um 55% af tekjum sínum til skipsins sem sjómaðurinn á sinn hlut í samkvæmt hlutaskiptakerfinu. Reynist fiskmarkaðsverð ekki vera í takt við afurðaverð, er afurðaverðsvísitala frá Hagstofunni notuð sem vörn. Sú vörn felst í því að hráefnishlutfallið fari ekki yfir 60% og ekki undir 50%. Laun sjómanna eru því bæði gengistryggð og tryggð fyrir breytingum á söluverði afurðanna. Þetta samkomulag sjómanna og útgerðarmanna hefur gert það að verkum að stærstur hluti þorsks og ýsu er unninn á Íslandi og hægt hefur verið að byggja tæknivæddar fiskvinnslur sem geta keppt við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Því miður er ekki sömu sögu að segja um aðrar tegundir, sem í auknum mæli eru fluttar óunnar úr landi. Þeir kaupendur sem áður keyptu þær tegundir á íslenskum fiskmörkuðum hafa flestir lagt upp laupana og afleiðingin er sú að verð á þeim tegundum hefur fallið. Tapi íslenskar fiskvinnslur samkeppnishæfni sinni í þorski og ýsu er hætta á að það sama gerist þar vegna þess að ekkert viðnám verður á Íslandi til að halda uppi verðunum. Það væri því alveg hægt að halda því fram að það form sem notað hefur verið til að ákveða fiskverð í beinum viðskiptum hafi skapað sjómönnum 10 milljarða aukatekjur síðasta áratug, en ekki lækkað þau eins og Daði heldur fram. Sú umræða hvort betra sé fyrir þjóðina að skattleggja sjávarútveg mikið eða lítið mun halda áfram. En það gildir um þá umræðu rétt eins og umræðuna um kaup og kjör sjómanna, að ef rangar forsendur eru notaðar getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Það á jafnt við fræðimenn sem leikmenn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. Í grein sem hann birtir 24. júní heldur hann því fram að vegna þess að fiskverð í beinum viðskiptum (þegar útgerð og vinnsla eru á sömu hendi) sé ákveðið innan fyrirtækjanna, en ekki með markaðsviðmiðum, séu sjómenn hlunnfarnir um 10 milljarða á ári. Hann segir: „Það sem við köllum fiskverð er því ekki raunverulegt verð heldur tala sem til verður innan þessara fyrirtækja sem hluti af útreikningi á launum sjómanna”. Staðreyndin er þessi: Samkvæmt samkomulagi útgerða og sjómanna miðast fiskverð í beinum viðskiptum að jafnaði við 80% af þriggja mánaða vegnu meðalskilaverði íslenskra fiskmarkaða. Markmiðið er að fiskvinnslan greiði um 55% af tekjum sínum til skipsins sem sjómaðurinn á sinn hlut í samkvæmt hlutaskiptakerfinu. Reynist fiskmarkaðsverð ekki vera í takt við afurðaverð, er afurðaverðsvísitala frá Hagstofunni notuð sem vörn. Sú vörn felst í því að hráefnishlutfallið fari ekki yfir 60% og ekki undir 50%. Laun sjómanna eru því bæði gengistryggð og tryggð fyrir breytingum á söluverði afurðanna. Þetta samkomulag sjómanna og útgerðarmanna hefur gert það að verkum að stærstur hluti þorsks og ýsu er unninn á Íslandi og hægt hefur verið að byggja tæknivæddar fiskvinnslur sem geta keppt við ríkisstyrktar fiskvinnslur í Evrópu. Því miður er ekki sömu sögu að segja um aðrar tegundir, sem í auknum mæli eru fluttar óunnar úr landi. Þeir kaupendur sem áður keyptu þær tegundir á íslenskum fiskmörkuðum hafa flestir lagt upp laupana og afleiðingin er sú að verð á þeim tegundum hefur fallið. Tapi íslenskar fiskvinnslur samkeppnishæfni sinni í þorski og ýsu er hætta á að það sama gerist þar vegna þess að ekkert viðnám verður á Íslandi til að halda uppi verðunum. Það væri því alveg hægt að halda því fram að það form sem notað hefur verið til að ákveða fiskverð í beinum viðskiptum hafi skapað sjómönnum 10 milljarða aukatekjur síðasta áratug, en ekki lækkað þau eins og Daði heldur fram. Sú umræða hvort betra sé fyrir þjóðina að skattleggja sjávarútveg mikið eða lítið mun halda áfram. En það gildir um þá umræðu rétt eins og umræðuna um kaup og kjör sjómanna, að ef rangar forsendur eru notaðar getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en röng. Það á jafnt við fræðimenn sem leikmenn. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar