VÍS greiði tæplega þrjár milljónir króna vegna læknamistaka Árni Sæberg skrifar 29. júní 2021 13:53 Höfuðstöðvar Vátryggingafélags Íslands. Vísir/Villi Konu sem varð fyrir tjóni vegna læknamistaka voru dæmdar 2,7 milljónir króna í bætur úr hendi Vátryggingarfélags Íslands í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Læknamistök urðu við aðgerð á konu sem hafði viðbeinsbrotnað vegna falls úr koju árið 2014. Bæklunarskurðlæknir framkvæmdi aðgerðina árið 2015 og svæfingarlæknir annaðist deyfingu og svæfingu konunnar. Aðgerðin sem slík tókst vel en við hana fór eitthvað úrskeiðis er laut að vinstri efri taugaflækju (lat. plexus brachialis) konunnar en um þá flækju fara allar skyn- og afltaugar vinstri handleggs. Fyrst eftir aðgerðina var konan með algera lömun í vöðvum neðan axlar og ýmiss konar skyntruflanir en með tíð og tíma gengu einkenni hennar til baka en þó ekki alveg. Sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum sem rannsakaði konuna eftir aðgerðina, taldi að taugaflækjan hefði orðið fyrir togi, þrýstingi, bólgu, blóðflæðitruflun, truflun af deyfingu eða þessu öllu blönduðu saman á einhvern hátt. Héraðsdómur Reykjavíkur, hvar VÍS fékk stóran skell í gær.Vísir/Villi Heildartjón konunnar var rúmlega átta milljónir Matsmenn sem dómkvaddir voru að ósk konunnar mátu að heildartjón hennar vegna mistakanna næmi rúmlega átta milljónum króna. Fjárhæðin samanstendur af bótum vegna tímabundins tjóns, þjáningabótum, bótum vegna varanlegs miska og bótum vegna varanlegrar örorku. Þá mátu matsmennirnir sem svo að tjónið hefði orsakast af aðgerðinni sjálfri að tveimur þriðju hlutum og deyfingunni að einum þriðja hlut. Bæklunarlæknirinn var tryggður vegna sjúklingatryggingar hjá Sjóvá-almennum tryggingum hf. Sjóvá greiddi tvo þriðju af tjóni konunnar án mótmæla. Ekki benda á mig sagði VÍS VÍS neitaði að greiða rest tjóns konunnar með vísan til þess að Sjóvá ætti að greiða allt tjónið þar sem aðgerðin sem bæklunarlæknirinn framkvæmdi hafi verið aðalorsök tjónsins. Þá sagði félagið að skipting matsmanna á tjóninu hafi verið óumbeðin og ætti því ekki að komast að í málinu. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að taka bæri mark á skiptingu dómkvaddra matsmanna á tjóni konunnar enda eru fordæmi þess efnis frá Hæstarétti. Því bæri VÍS að greiða konunni einn þriðja tjóns hennar. Sem áður segir var VÍS dæmt til að greiða konunni 2.717.221 krónu auk vaxta frá 2016 til 2018 og dráttarvaxta frá 2018 til greiðsludags. Þá greiði VÍS konunni 2.400.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira