atNorth semur um kaup á raforku í kjölfar stækkunar gagnavera Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2021 09:28 Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri ADC. Landsvirkjun Landsvirkjun og atNorth hafa undirritað nýjan raforkusamning til tveggja ára. Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun, en fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og sé því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma. „AtNorth er 100% eigandi ADC ehf. [Advania Data Centers], sem hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil. Starfsmenn eru um 50 talsins auk fjölda verktaka og árleg heildarvelta nemur yfir sex milljörðum króna. Starfsemin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er áformað að taka í notkun gagnaver í Stokkhólmi, þar sem hitinn frá tölvubúnaði verður nýttur til húshitunar. Gagnaverið sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og er gagnaverið eitt það stærsta í Evrópu. Raforkusamningurinn gerir atNorth kleift að mæta sívaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuafli og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftirspurn var nýverið lokið við stækkun á þeim hluta gagnaversins sem tryggir hámarks rekstraröryggi og uppfyllir strangar öryggiskröfur. Slík skilyrði eru forsenda þess að þjónusta framsækin alþjóðleg fyrirtæki sem nýta ofurtölvur, t.d. á sviði gervigreindar og útreikninga fyrirtækja sem eru umsvifamikil á sviði rannsókna og vísinda. Markaðssókn til framtíðar beinist í auknum mæli að slíkum verkefnum. Aðstæður hér á landi eru ákjósanlegar fyrir starfsemi gagnavera með fyrirsjáanlegum raforkuverðum, endurnýjanlegri uppsprettu orkunnar og köldu loftslagi sem dregur úr kostnaði við kælingu á tölvubúnaði,“ segir í tilkynningunni. Annar samningurinn á tveimur dögum Greint var frá því í gær að Landsvirkjun og Verne Global hf. Hafi undirritað nýjan raforkusamning sem gildir til 2030. Í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Verne Global hefur átt í viðskiptum við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi. Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Landsvirkjun, en fyrr á árinu var gengið frá öðrum slíkum samningi og sé því um mikla aukningu í viðskiptum að ræða á stuttum tíma. „AtNorth er 100% eigandi ADC ehf. [Advania Data Centers], sem hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil. Starfsmenn eru um 50 talsins auk fjölda verktaka og árleg heildarvelta nemur yfir sex milljörðum króna. Starfsemin fer að mestu fram hér á landi en í lok ársins er áformað að taka í notkun gagnaver í Stokkhólmi, þar sem hitinn frá tölvubúnaði verður nýttur til húshitunar. Gagnaverið sem hefur vaxið hratt á undanförnum árum er staðsett á Fitjum í Reykjanesbæ og er gagnaverið eitt það stærsta í Evrópu. Raforkusamningurinn gerir atNorth kleift að mæta sívaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuafli og sérfræðiþjónustu í bálkakeðjutækni (e. blockchain). Í takt við aukna eftirspurn var nýverið lokið við stækkun á þeim hluta gagnaversins sem tryggir hámarks rekstraröryggi og uppfyllir strangar öryggiskröfur. Slík skilyrði eru forsenda þess að þjónusta framsækin alþjóðleg fyrirtæki sem nýta ofurtölvur, t.d. á sviði gervigreindar og útreikninga fyrirtækja sem eru umsvifamikil á sviði rannsókna og vísinda. Markaðssókn til framtíðar beinist í auknum mæli að slíkum verkefnum. Aðstæður hér á landi eru ákjósanlegar fyrir starfsemi gagnavera með fyrirsjáanlegum raforkuverðum, endurnýjanlegri uppsprettu orkunnar og köldu loftslagi sem dregur úr kostnaði við kælingu á tölvubúnaði,“ segir í tilkynningunni. Annar samningurinn á tveimur dögum Greint var frá því í gær að Landsvirkjun og Verne Global hf. Hafi undirritað nýjan raforkusamning sem gildir til 2030. Í honum er samið um upprunaábyrgðir til staðfestingar á því að öll raforka sem seld er til gagnavers Verne Global á Íslandi er einungis framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Verne Global hefur átt í viðskiptum við Landsvirkjun frá 2009 og var fyrsta alþjóðlega gagnaverið sem komið var á fót á Íslandi.
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Sjá meira