Ekki má höggva tvisvar í sama knérunn barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 1. júlí 2021 12:30 Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega berast fréttir af kvíða, þunglyndi og vanlíðan ungmenna á Íslandi. Margt bendir til versnandi líðan þeirra, drengjum gangi illa í skóla og þar fram eftir götunum. Upphlaup verður í samfélaginu þegar niðurstöður koma úr PISA könnunum, ekki síst vegna stöðu íslenskra drengja í lestri. Bertrand Andre Marc Lauth, geðlæknir á BUGL, var í viðtali við Rúv þann 23. maí sl. og kom þar fram að tilvísunum vegna alvarlega veikra ungmenna á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgi hratt. Sömuleiðis fjölgi þeim sem þangað koma eftir sjálfsvígstilraunir og bráðaðainnlagnir hafa aukist um tugir prósenta á ári. Viðbrögð samfélagsins við fregnum sem þessum eru misjafnar. Sumir skella skollaeyrum við þeim en aðrir klóra sér í kollinum og velta fyrir sér hvað veldur þessari vanlíðan og/eða vankunnáttu íslenskra barna. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um ástæðurnar og margs konar patentlausnir og plástrar verið lagðir til. En getur ástæðan mögulega vera að finna í því áfalli sem íslenskt samfélag varð fyrir árið 2008 í kjölfar fjármálahrunsins og þeim ráðstöfunum sem gripið var til þá í kjölfarið? „Ég held að við séum öll sammála um það, sérfræðingarnir, að við séum núna að fá yfir okkur afleiðingar bankakreppunnar sem varð 2008”sagði Bertrand Andre Marc Lauth jafnframt í viðtalinu. Niðurskurður í grunnstoðum skólaumhverfisins, sérkennslu og félagsþjónustu barna og unglinga hafi haft mun alvarlegri áhrif en margan grunaði. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýstu á sínum tíma yfir áhyggjum sínum um að þessi niðurskurður í þjónustu við börn myndi hafa alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Á árunum eftir hrun skoruðu samtökin ítrekað á stjórnvöld að skera ekki niður í málefnum barna, að líta á fjármagn sem varið er til þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra sem fjárfestingu. Í þeim áskorunum sem Barnaheill sendu frá sér kom m.a. fram að slíkur niðurskurður á sviði menntamála, heilbrigðis- og félagsþjónustu væri óafturkræfur sem og áhrif hans á þau börn sem fyrir honum verða. Þau ungmenni sem nú eru á aldrinum 15-19 ára voru árið 2008 í leik- og grunnskólum. Þau hafa alla sína skólagöngu alist upp í skugga bankahrunsins og niðurskurður í þjónustu hefur bitnað á þeim, þó að þau bæru svo sannarlega enga ábyrgð á því sem gerðist. Þau voru þolendur. Segja má að eftir hrunið hafi kerfið verið núllstillt og ný viðmið sett, viðmið sem voru byggð á stöðunni eftir niðurskurð. Börnin hafa þurft að súpa seiðið af því. Nú hefur nýtt áfall dunið yfir af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Barnaheill – Save the Children á Íslandi lýsa yfir áhyggjum sínum um að aftur verði gripið til niðurskurðar í þjónustu við börn og þá frá þessum nýja núllpunkti sem settur var eftir bankahrunið. Ef sú verður raunin er ljóst að það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar, ekki bara fyrir börn og ungmenni, heldur fyrir samfélagið allt. Í nýlegri rannsókn Rannsóknar og greiningar sem birtist í blaðinu The Lancet Psychiatry um breytingar á andlegri heilsu unglinga á tímum heimsfaraldurs COVID-19 kemur fram að COVID-19 hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkur. Þetta er sá hópur sem var á barnsaldri við bankahrunið. Því er brýnt að forgangsraðað verði í þágu barna og ungmenna á næstu árum þannig að þeir einstaklingar sem eru að vaxa úr grasi hafi styrk og getu til að takast á við þær áskoranir sem lífið býður upp á. Annað er óverjandi. Eitt sinn taldist það ekki góður siður að höggva tvisvar í sama knérunn. Það á svo sannarlega við hér. Barnaheill munu senda stjórnvöldum áskoranir og vera á vaktinni fyrir öll börn á Íslandi og skora á aðra að gera slíkt hið sama. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun