Borgin eflir sálfræði- og talmeinaþjónustu í skólum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 2. júlí 2021 09:01 Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Grímurnar eru að falla niður en það mun taka nokkurn tíma að vinna úr eftirköstum heimsfaraldursins. Eitt af því sem við höfum tekið eftir hjá Reykjavíkurborg er aukin eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu í skólum vegna tilfinningavanda barna og ungmenna. Á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til 1. maí á þessu ári jókst til muna fjöldi þeirra barna sem bíða eftir skólaþjónustu vegna tilfinningalegra erfiðleika, úr 28 börnum í 122 börn. Við vitum líka að kvíði og einmanaleiki jókst hjá unglingunum okkar á tímum Covid. Þá hefur bið eftir þjónustu talmeinafræðinga lengst. Reykjavíkurborg eflir sálfræðiþjónustu við börn og fullorðna Til að bregðast við þessu samþykkti borgarráð í gær 140 milljón króna fjárheimild til að styðja betur við börn og ungmenni vegna áhrifa heimsfaraldursins. Með því framlagi verður hægt að veita allt að 650 börnum þjónustu sálfræðinga eða talmeinafræðinga á næstu 12 mánuðum. Aðaláherslan verður lögð á aukna þjónustu sálfræðinga. Mestu skiptir að sálfræðingarnir geti byrjað sem fyrst að taka við börnum og ungmennum, óháð því hvar þeir starfa. Markmiðið er ekki að fjölga starfsmönnum Reykjavíkur til framtíðar og því þarf að skoða vel möguleikinn á því að fara í samstarf við einkareknar sálfræðistofur og sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það er mikilvægt að bregðast hratt við þessu ástandi og leyfa vandanum ekki að vaxa. Með því er hægt að spara börnum og ungmennum mikla vanlíðan og hjálpa þeim áfram í þroska í átt að hamingjusömu lífi. Enn beðið eftir niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Það eru því miður langir biðlistar hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum, sem gerir það erfiðara fyrir foreldra að hjálpa börnunum sínum með því að koma þeim að, þrátt fyrir mikinn vilja. Kostnaðurinn við sálfræðiþjónustu skiptir þar líka máli, þar sem ríkið hefur ekki gert samninga við sálfræðinga um niðurgreiðslu hins opinbera, nema fyrir liggi tilvísun vegna alvarlegrar geðhegðunar- eða þroskaröskunar barns frá greiningarteymi heilbrigðisstarfsmanna eða barnageðlækni. Við megum ekki heldur gleyma því að þó svo að við sjáum það sérstaklega í greiningum okkar að tilfinningavandi barna og unglinga hafi aukist í heimsfaraldrinum, þá hefur þessi tími reynst mjög mörgum erfiður. Þörfin eftir sálfræðiþjónustu allra aldurshópa hefur trúlegast sjaldan verið meiri. Þar þurfa heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að grípa inn í með full fjármögnuðu greiðsluþátttökukerfi, líkt og Alþingi samþykkt samhljóða fyrir rúmu ári síðan. Reykjavíkurborg eflir líka þjónustu talmeinafræðinga fyrir börn Biðlistar hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum eru líka mjög langir. Ekki bætir úr skák að Sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga, fyrr en þeir hafa starfað í tvö ár. Því komast færri að hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingum og það eykur vandann innan skólanna og lengir biðlista eftir skólaþjónustu. Við vitum að talmein hjá börnum geta verið þeim mjög þungbær og aukið á tilfinningalegan vanda þeirra. Því er það ekki síður mikilvægt að grípa fljótt inn í með þjálfun til að koma í veg fyrir annan vanda. Hugsanlega mun þessi upphæð ekki nægja til að eyða biðlistum hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Þá er mikilvægt að velferðarþjónusta og skólaþjónusta vinni saman að því að nýta önnur úrræði til að koma til móts við þarfir barna og foreldra, m.a. í gegnum nýtt verkefni sem verið er að innleiða um alla borg og kallast „Betri borg fyrir börn“. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borginni.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar