Treystum náttúrunni Starri Heiðmarsson skrifar 6. júlí 2021 11:30 Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Starri Heiðmarsson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk vistkerfi eru fjölbreytt, mörg eru einstök, sumum hefur hnignað en önnur eru í framþróun. Náttúran er kvik og síbreytileg og bregst við breytingum á ólíkan hátt. Ísland er eyja og líkt og aðrar eyjar þá hefur einangrun landsins áhrif á líffræðilega fjölbreytni þess. Til að nýjar tegundir nái fótfestu hér þurfa þær fyrst að berast til landsins yfir hafið og síðan að ná þroska og fjölga sér. Aðstæður á Íslandi, líkt og öðrum einangruðum eyjum, auka þau áhrif sem framandi tegundir geta haft á náttúruleg vistkerfi. Þekkt eru fjölmörg dæmi þar sem maðurinn flytur með sér, vitandi eða óafvitandi, nýjar tegundir til afskekktra eyja sem veldur afdrifaríkum breytingum. Slíkt getur haft neikvæð áhrif á þær tegundir sem fyrir eru en oft má finna hátt hlutfall einlendra tegunda á afskekktum eyjum. Einlendar (enska: endemic) nefnast þær tegundir sem einungis finnast á afmörkuðu svæði. Sem dæmi um slíkt má nefna Hawaii-eyjarnar en þegar fyrstu mennirnir stigu þar fæti þá voru rúmlega 80% æðplöntutegundanna sem fundust á eyjunum einlendar. Á Íslandi eru fáar einlendar tegundir enda hefur íslenskt þurrlendislífríki, ólíkt því Havaíska, einungis haft rúm 10 þúsund ár til að þróast síðan ísaldarjökull síðasta kuldaskeiðs bráðnaði. Skortur á einlendum æðplöntutegundum dregur þó ekki úr gildi þeirra vistgerða sem hér hafa þróast og ekki þarf að efast um að vistkerfin sem voru hér við landnám voru vel virk og sáu um þá vistkerfisþjónustu sem þörf var á. Það að tiltölulega fáar æðplöntutegundir finnist á Íslandi er jú grundvöllur þeirra vistgerða sem hér finnast og gerir þær sumar sérstæðari fyrir vikið. Með landnámi mannsins urðu stórfelldar breytingar á vistgerðum Íslands. Eyðing birkiskóganna var hröð og í kjölfarið fylgdi uppblástur og jarðvegseyðing. Það er ekki fyrr en á allra síðustu áratugum að sjálfgræðsla og uppgræðsla lands er meiri en jarðvegseyðingin. Að hluta má þakka landgræðslustarfi en ekki síður er sjálfgræðsla landsins mikilvæg sem hefur aukist með minnkandi beit auk þess sem hlýnandi loftslag hefur einnig haft áhrif. Ræktunarþörfin býr í okkur mörgum, við viljum skjólsæla, hlýlega garða við hús okkar auk þess sem landbúnaður á Íslandi væri ómögulegur án ræktaðs lands. Í seinni tíð er skógur ræktaður til viðarframleiðslu. Það er hins vegar misráðið að rækta villta náttúru Íslands þó svo að við aðstoðum við endurheimt hennar. Framandi tegundir sem dreift er í villtri, íslenskri náttúru geta haft afdrifaríkar afleiðingar og gjörbreytt sérstökum vistgerðum sem einstakar eru fyrir Ísland. Ábyrgðin er okkar og óábyrg dreifing framandi tegunda í íslenskum vistgerðum getur haft umtalsverðar afleiðingar síðar, jafnvel löngu síðar. Náttúrulegir ferlar eru mikilvirkir og sá vandi sem að okkur steðjar í dag vegna loftslagsbreytinga og útdauða tegunda má að stórum hluta tengja við hegðun okkar og lífshætti. Mögnum ekki áhrif okkar á náttúruna með óábyrgri dreifingu aðfluttra tegunda í íslenskri náttúru. Höfundur er grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun