„Megum ekki dragast lengra aftur úr“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júlí 2021 11:01 Það er mikið í húfi fyrir FH-inga og í raun íslenskan fótbolta í Kaplakrika í dag. vísir/hulda margrét „Þetta verða erfiðir leikir en möguleikarnir eru alveg til staðar,“ segir Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, fyrir einvígið við írska liðið Sligo Rovers sem hefst í Kaplakrika í dag. Hann segir alla sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að spyrna við fótum eftir dapurt gengi félagsliða í Evrópukeppnum karla síðustu ár. FH og Sligo mætast klukkan 18 í fyrri leik sínum í fyrstu umferð undankeppni hinnar nýju Sambandsdeildar UEFA í fótbolta. Seinni leikurinn er á Írlandi eftir viku. Sigurliðið í einvíginu mætir Rosenborg í Noregi, liði sem Matthías gjörþekkir eftir að hafa orðið norskur meistari með því fjögur ár í röð fram til ársins 2019. Liðið sem stendur í veginum fyrir endurkomu Matthíasar á Lerkendal-leikvanginn er í harðri baráttu um írska meistaratitilinn. Deildarkeppnin á Írlandi er leikin um sumar líkt og sú íslenska, og er Sligo jafnt Shamrock Rovers á toppnum. „Þetta er svolítið „ó-breskt“ lið. Þeir eru mjög vel spilandi, með snögga sóknarmenn. Þau bresku lið sem ég hef mætt í gegnum tíðina hafa aftur á móti oftast verið mjög líkamlega sterk, góð í föstum leikatriðum og slíkt. Þetta lið virðist hins vegar aðeins öðruvísi. Gott fótboltalið,“ segir Matthías um Sligo Rovers. Feginn að fá loksins heila æfingaviku FH-ingar hafa ekki fagnað sigri í sjö leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og eru þar mikið nær botnsætinu en toppsætinu. Matthías er þakklátur fyrir að FH skuli nú hafa haft nokkra daga til að vinna í sínum málum: „Að sjálfsögðu tekur það á, eða ég vona það alla vega, að gengið síðustu vikur hefur alls ekki verið nógu gott. Ég verð að viðurkenna að það var mjög gott að fá heila æfingaviku núna, fram að leik, því það hefur verið ansi þétt spilað frá því eftir landsleikjapásuna í byrjun júní. Við höfum bara haft 3-4 daga á milli leikja í margar vikur og þurft að einbeita okkur að endurheimt og að vera klárir í næsta leik. Núna náðum við að vinna í hlutum sem við þurfum að laga og það fannst mér gott.“ Matthías Vilhjálmsson og félagar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en hefja nú keppni í Sambandsdeildinni.vísir/bára Logi Ólafsson hætti sem þjálfari FH og er Ólafur Jóhannesson nú orðinn samstarfsmaður Davíðs Þórs Viðarssonar í brúnni. Þeir hafa stýrt FH saman í síðustu þremur leikjum: „Óli þekkir allt hérna í Krikanum, ég þekki hann vel og hann þekkir marga í liðinu. Hann er náttúrulega einn sigursælasti þjálfari í íslenskri knattspyrnu og það hefur verið rosalega gaman að fá hann inn. Hann hefur komið með sínar áherslur inn í þetta og mér líst mjög vel á hann,“ segir Matthías um áhrif Ólafs. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm“ FH-ingar eru enn fjær Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni en ella vegna þess að í ár eru aðeins þrjú Evrópusæti í boði fyrir íslensk félagslið í stað fjögurra áður. Það er vegna lélegs árangurs íslenskra liða síðustu ár, en hvert jafntefli og hver sigur skilar liðunum og þar með Íslandi stigum í kladdann hjá UEFA, sem úthlutar Evrópusætum eftir því. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm. Við megum ekki dragast lengra aftur úr,“ segir Matthías. „Við sjáum að margar þjóðir eru að bæta sig og bæta, með hverju árinu, og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Allt landið þarf að bæta sig og ná betri úrslitum í Evrópu, en þar spila auðvitað margir þættir inn í. Við þurfum að æfa meira og betur, og öll umgjörð að vera „tip top“ því hún er nánast óaðfinnanleg í flestum þessara landa fyrir utan Ísland. Við þurfum að vera best í því sem er „ókeypis“, sem sagt hvernig við æfum og hversu mikið, og hvernig haldið er utan um þetta,“ segir hinn 34 ára gamli Matthías sem sneri heim í vetur eftir níu farsæl ár í atvinnumennsku. Sambandsdeild Evrópu FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
FH og Sligo mætast klukkan 18 í fyrri leik sínum í fyrstu umferð undankeppni hinnar nýju Sambandsdeildar UEFA í fótbolta. Seinni leikurinn er á Írlandi eftir viku. Sigurliðið í einvíginu mætir Rosenborg í Noregi, liði sem Matthías gjörþekkir eftir að hafa orðið norskur meistari með því fjögur ár í röð fram til ársins 2019. Liðið sem stendur í veginum fyrir endurkomu Matthíasar á Lerkendal-leikvanginn er í harðri baráttu um írska meistaratitilinn. Deildarkeppnin á Írlandi er leikin um sumar líkt og sú íslenska, og er Sligo jafnt Shamrock Rovers á toppnum. „Þetta er svolítið „ó-breskt“ lið. Þeir eru mjög vel spilandi, með snögga sóknarmenn. Þau bresku lið sem ég hef mætt í gegnum tíðina hafa aftur á móti oftast verið mjög líkamlega sterk, góð í föstum leikatriðum og slíkt. Þetta lið virðist hins vegar aðeins öðruvísi. Gott fótboltalið,“ segir Matthías um Sligo Rovers. Feginn að fá loksins heila æfingaviku FH-ingar hafa ekki fagnað sigri í sjö leikjum í röð í Pepsi Max-deildinni og eru þar mikið nær botnsætinu en toppsætinu. Matthías er þakklátur fyrir að FH skuli nú hafa haft nokkra daga til að vinna í sínum málum: „Að sjálfsögðu tekur það á, eða ég vona það alla vega, að gengið síðustu vikur hefur alls ekki verið nógu gott. Ég verð að viðurkenna að það var mjög gott að fá heila æfingaviku núna, fram að leik, því það hefur verið ansi þétt spilað frá því eftir landsleikjapásuna í byrjun júní. Við höfum bara haft 3-4 daga á milli leikja í margar vikur og þurft að einbeita okkur að endurheimt og að vera klárir í næsta leik. Núna náðum við að vinna í hlutum sem við þurfum að laga og það fannst mér gott.“ Matthías Vilhjálmsson og félagar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar en hefja nú keppni í Sambandsdeildinni.vísir/bára Logi Ólafsson hætti sem þjálfari FH og er Ólafur Jóhannesson nú orðinn samstarfsmaður Davíðs Þórs Viðarssonar í brúnni. Þeir hafa stýrt FH saman í síðustu þremur leikjum: „Óli þekkir allt hérna í Krikanum, ég þekki hann vel og hann þekkir marga í liðinu. Hann er náttúrulega einn sigursælasti þjálfari í íslenskri knattspyrnu og það hefur verið rosalega gaman að fá hann inn. Hann hefur komið með sínar áherslur inn í þetta og mér líst mjög vel á hann,“ segir Matthías um áhrif Ólafs. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm“ FH-ingar eru enn fjær Evrópusæti í Pepsi Max-deildinni en ella vegna þess að í ár eru aðeins þrjú Evrópusæti í boði fyrir íslensk félagslið í stað fjögurra áður. Það er vegna lélegs árangurs íslenskra liða síðustu ár, en hvert jafntefli og hver sigur skilar liðunum og þar með Íslandi stigum í kladdann hjá UEFA, sem úthlutar Evrópusætum eftir því. „Allir sem koma að íslenskri knattspyrnu þurfa að líta í eigin barm. Við megum ekki dragast lengra aftur úr,“ segir Matthías. „Við sjáum að margar þjóðir eru að bæta sig og bæta, með hverju árinu, og þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara. Allt landið þarf að bæta sig og ná betri úrslitum í Evrópu, en þar spila auðvitað margir þættir inn í. Við þurfum að æfa meira og betur, og öll umgjörð að vera „tip top“ því hún er nánast óaðfinnanleg í flestum þessara landa fyrir utan Ísland. Við þurfum að vera best í því sem er „ókeypis“, sem sagt hvernig við æfum og hversu mikið, og hvernig haldið er utan um þetta,“ segir hinn 34 ára gamli Matthías sem sneri heim í vetur eftir níu farsæl ár í atvinnumennsku.
Sambandsdeild Evrópu FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira