Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2021 19:54 Heimir Guðjónsson þjálfari Valsmanna var ánægður með karakter síns liðs í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. „Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur. Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
„Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur.
Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti