Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2021 19:54 Heimir Guðjónsson þjálfari Valsmanna var ánægður með karakter síns liðs í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. „Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur. Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
„Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur.
Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FH | Toppslagur í Laugardalnum „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó