Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júlí 2021 19:31 Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara lögreglunnar. Vísir Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar. Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar.
Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira