Segir styttingu vinnuvikunnar hafa snúist upp í andhverfu sína Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júlí 2021 19:31 Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara lögreglunnar. Vísir Fjármagn sem sagt var renna til lögreglunnar vegna styttingar vinnuvikunnar fór einnig til tveggja annarra stofnana að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir að lögreglumönnum hafi ekki fjölgað því jafn margir hafi hætt og voru ráðnir. Menn íhugi að hætta vegna álags. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar. Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í byrjun júní að kostnaðarauki upp á 900 milljónir króna vegna styttingar vinnuviku lögreglumanna væri fjármagnaður. Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa séð að féð hafi verið notað í að auka mannskap þá hafi peningurinn farið til þriggja embætta en ekki bara til lögreglunnar. „Fjármagnið fór á lögregluna, fangelsi og Landhelgisgæsluna. Ég hef ekki séð ennþá í hvað þessir peningar hafa farið,“ segir Fjölnir. Áætlað var að viðbótarþörf fyrir mannskap hjá lögreglunni vegna styttingar vinnuvikunnar væri 75 stöðugildi. Fjölnir segir fjölda lögreglumanna hins vegar hafa staðið í stað síðan vinnuvikan var stytt. „Það útskrifuðust um fjörutíu lögreglumenn úr námi í sumar en það hættu örugglega jafn margir þannig að fjöldinn stendur svolítið í stað,“ segir Fjölnir. Styttingin hefur snúist upp í andhverfu sína Hann segir að víða hafi stytting vinnuvikunnar haft neikvæð áhrif. „Þetta hefur eiginlega snúist upp í andhverfu sína. Fólk mætir oftar í vinnu og býr við meira álag því það eru víða of fáir á vakt, sérstaklega út á landi. Þá hafa heildarlaun jafnvel lækkað með þessari breytingu. Ég var t.d. að ræða við mann áðan sem stjórnar rannsóknardeild sem sagði að þegar fólk tæki frí á föstudögum vegna styttingar vinnuvikunnar þá bíði verkefni bara til mánudagsins því það var engin ráðinn inn. Það er því engin sem grípur verkefnin sem þýðir að þau taka lengri tíma. Menn geta ekki bara hlaupið hraðar því þeir hafa hingað til verið á algjörum spretti. Þá hefur stytting vinnuvikunnar valdið því að lögreglumenn eru orðnir dálítið þreyttir. Lögreglumenn á landsbyggðinn segjast vera að gefast upp, þeir ráða ekki við álagið,“ segir Fjölnir. Ríkislögreglustjóri segir enn verið að ráða í störf Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra standa enn yfir ráðningar í laus störf og enn er verið að gera breytingar á vaktkerfum og endurmeta mannaflaþörf. Þessar upplýsingar liggja því ekki fyrir enn sem komið er á landsvísu, en skýrast með haustinu. Upphafleg þörf vegna styttingar var metin rúm 75 stöðugildi lögreglumanna og þá verður raunkostnaður yfirstandandi árs bættur eftir því hvernig til tekst að ráða í lausar stöður á þessu ári. Eftir það verða fjárveitingar bættar í fjárlögum næstu ára. Kostnaðarmat vegna verkefnisins er 900 mkr. á ári vegna þeirra stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Ekki liggur fyrir hvernig fjármagnið skiptist milli Lögreglu, Fangelsismálastofnunar og Landhelgisgæslunnar.
Lögreglan Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira