Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2021 19:35 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna segir lítinn stuðning meðal kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki koma sér á óvart. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem sé á hinum enda pólitíska rófsins, geti skýrt andstöðuna. Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní eru rúm 70 prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á alveg öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að niðurstöðurnar komi sér í sjálfu sér ekki á óvart. „Lífsskoðun Vinstri grænna hún breytist í sjálfu sér ekki, það er að segja vinstri pólitíkin, og þetta er auðvitað óhefðbundið ríkisstjórnarsamstarf, sannarlega, um það eru allir sammála og það kemur ekki á óvart að það sé ekki sami stuðningur í okkar röðum eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.“ Pólar hvor á sínum endanum Það sé ekkert sérstakt kappsmál að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna. „Þá eru þetta pólar á sitthvorum endanum sem eru í þessu óvenjulega ríkisstjórnarsamstarfi þannig að eðlilega kannski, af því að Sjálfstæðisflokkurinn er lengst frá okkur í grundvallarpólitík.“ Katr í n [Jakobsdóttir, forsætisráðherra] hefur n ú gefi ð ú t a ð henni hugnist a ð halda þ essu samstarfi á fram en í lj ó si þ essarar ni ð urst öð u, telur ð u v æ nlegt fyrir Vinstri gr æ n a ð gera þ a ð ? „Katrín hefur ekkert verið neitt afdráttarlaus um það frekar en eitthvað annað. Ég held hún hafi alltaf haldið því fram eins og við hin að þetta snýst um málefni. Kosningar snúast um málefni og ef við fáum einhvern til að vinna með okkur að okkar góðu málefnum þá að sjálfsögðu ræðum við það, við hvern þann sem vill.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30 Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í júní eru rúm 70 prósent kjósenda Vinstri grænna mótfallin áframhaldandi samstarfi og eru þannig á alveg öndverðum meiði við stuðningsmenn hinna ríkisstjórnarflokkanna. Samkvæmt könnuninni styðja 88 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokks áframhaldandi samstarf eftir kosningar og 82 prósent kjósenda Framsóknar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir að niðurstöðurnar komi sér í sjálfu sér ekki á óvart. „Lífsskoðun Vinstri grænna hún breytist í sjálfu sér ekki, það er að segja vinstri pólitíkin, og þetta er auðvitað óhefðbundið ríkisstjórnarsamstarf, sannarlega, um það eru allir sammála og það kemur ekki á óvart að það sé ekki sami stuðningur í okkar röðum eins og hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.“ Pólar hvor á sínum endanum Það sé ekkert sérstakt kappsmál að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. Samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn gæti skýrt andstöðuna. „Þá eru þetta pólar á sitthvorum endanum sem eru í þessu óvenjulega ríkisstjórnarsamstarfi þannig að eðlilega kannski, af því að Sjálfstæðisflokkurinn er lengst frá okkur í grundvallarpólitík.“ Katr í n [Jakobsdóttir, forsætisráðherra] hefur n ú gefi ð ú t a ð henni hugnist a ð halda þ essu samstarfi á fram en í lj ó si þ essarar ni ð urst öð u, telur ð u v æ nlegt fyrir Vinstri gr æ n a ð gera þ a ð ? „Katrín hefur ekkert verið neitt afdráttarlaus um það frekar en eitthvað annað. Ég held hún hafi alltaf haldið því fram eins og við hin að þetta snýst um málefni. Kosningar snúast um málefni og ef við fáum einhvern til að vinna með okkur að okkar góðu málefnum þá að sjálfsögðu ræðum við það, við hvern þann sem vill.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30 Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11 Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Ekkert sérstakt kappsmál“ að halda samstarfinu áfram Formaður Framsóknarflokksins tekur lítinn stuðning kjósenda Vinstri grænna við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf ekki nærri sér. Þá leggur hann ekkert sérstak kapp á að halda samstarfinu áfram. 11. júlí 2021 20:30
Háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra Stjórnmálafræðingur telur að mjög háværir hópar innan Vinstri grænna muni láta í sér heyra í komandi kosningum vegna mótstöðu við áframhaldandi stjórnarsamstarf með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki. Yfirgnæfandi meirihluti fylgismanna flokksins eru mótfallnir samstarfinu. 11. júlí 2021 13:11
Kjósendur VG afgerandi á móti frekara ríkisstjórnarsamstarfi Rúm sjötíu prósent kjósenda Vinstri grænna eru mótfallin áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir alþingiskosningar 25. september, samkvæmt könnun Maskínu sem gerð var fyrir fréttastofu dagana 14. til 22. júní. Aðeins tæpur þriðjungur, eða 29 prósent, kjósenda VG er fylgjandi frekara samstarfi. 10. júlí 2021 21:44