Ástandsskoðun fasteigna ekki síður hagsmunir seljenda en kaupenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2021 12:01 Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. Vísir Formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið hafa barist fyrir að ástandsskýrslur gerðar af fagfólki fylgi söluyfirlitum allra íbúðarfasteigna. Slíkt sé til hagsbóta fyrir alla. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð í fimmta sinn fyrir Alþingi í vor og ráðherra falið að undirbúa lagagfrumvarp. Fram kom í fréttum í gær að gallamálum í fasteignaviðskiptum hefur snarfjölgað síðustu misseri. Seljendur taki síður tilboð sem geri fyrirvara um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur meðvitaðri en áður um rétt sinn. Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. „Þetta hefur verið eitt af stærri málum félagsins um 20 ára skeið. Við höfum reynt að koma okkar skoðunum á framfæri við opinbera aðila. Við teljum réttast að fyrir liggi ástandsskoðun fasteignar frá aðila sem hefur til þess þekkingu og kunnáttu sem metur ástand fasteignar sem á að selja og skráir í skýrslu þannig að ástand eignar sé öllum kunn þegar að sölu kemur,“ segir Ragnar. Matsmannafélag Íslands undirbúi að samræma vinnubrögð þeirra sem taka út fasteignir. „Skilyrði slíkra ástandsskoðanna yrði að sjálfsögðu að festa í lög og reglugerð af hálfu hins opinbera,“ segir Ragnar. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í vor en þar er iðnaðarráðherra falið að undirbúa lagafrumvarp sem feli í sér að ástandsskýrslur gerðar af óháðu fagfólki fylgi söluyfirlitum alls íbúðafasteigna . Ragnar segir að frá 2004 hafi vilji Alþingis verið í þessa átt en málið einhvern veginn ekki náð lengra fyrr en í vor. „Ég geri þá ráð fyrir því að eftir kosningar undirbúi ráðherra löggjöf fyrir slíkt,“ segir Ragnar. Slík löggjöf sé til hagsbóta fyrir seljendur, kaupendur, tryggingarfélög og lánastofnanir . „Þetta er í raun og veru hagsmunamál allra sem koma að sölu fasteigna. Ástandsskoðun er trygging fyrir seljanda ekki síður en kaupanda. Annars er seljandi í þeirri stöðu, ef upp koma gallar eftir sölu, að hann þarf að bæta fyrir gallana. Það hefur ítrekað verið niðurstaða þeirra mála sem hafa komið til kasta dómstóla,“ segir Ragnar. Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að gallamálum í fasteignaviðskiptum hefur snarfjölgað síðustu misseri. Seljendur taki síður tilboð sem geri fyrirvara um ástandsskoðun fasteigna og kaupendur meðvitaðri en áður um rétt sinn. Ragnar Ómarsson formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið í áraraðir hafa bent á mikilvægi þess að festa í lög að ástandsskýrslur fylgi söluyfirlitum fasteigna. „Þetta hefur verið eitt af stærri málum félagsins um 20 ára skeið. Við höfum reynt að koma okkar skoðunum á framfæri við opinbera aðila. Við teljum réttast að fyrir liggi ástandsskoðun fasteignar frá aðila sem hefur til þess þekkingu og kunnáttu sem metur ástand fasteignar sem á að selja og skráir í skýrslu þannig að ástand eignar sé öllum kunn þegar að sölu kemur,“ segir Ragnar. Matsmannafélag Íslands undirbúi að samræma vinnubrögð þeirra sem taka út fasteignir. „Skilyrði slíkra ástandsskoðanna yrði að sjálfsögðu að festa í lög og reglugerð af hálfu hins opinbera,“ segir Ragnar. Þingsályktunartillaga þess efnis var samþykkt á Alþingi í vor en þar er iðnaðarráðherra falið að undirbúa lagafrumvarp sem feli í sér að ástandsskýrslur gerðar af óháðu fagfólki fylgi söluyfirlitum alls íbúðafasteigna . Ragnar segir að frá 2004 hafi vilji Alþingis verið í þessa átt en málið einhvern veginn ekki náð lengra fyrr en í vor. „Ég geri þá ráð fyrir því að eftir kosningar undirbúi ráðherra löggjöf fyrir slíkt,“ segir Ragnar. Slík löggjöf sé til hagsbóta fyrir seljendur, kaupendur, tryggingarfélög og lánastofnanir . „Þetta er í raun og veru hagsmunamál allra sem koma að sölu fasteigna. Ástandsskoðun er trygging fyrir seljanda ekki síður en kaupanda. Annars er seljandi í þeirri stöðu, ef upp koma gallar eftir sölu, að hann þarf að bæta fyrir gallana. Það hefur ítrekað verið niðurstaða þeirra mála sem hafa komið til kasta dómstóla,“ segir Ragnar.
Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Húsnæðismál Íslenskir bankar Tryggingar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira