Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. júlí 2021 20:01 Nýr Landspítali mun rísa á næstu árum. Fyrirhugað er að starfsemin verði hafin að fullu árið 2026. Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Meðferðarkjarninn verður stærsta byggingin í uppbyggingu nýs Landspítala. Í fyrstu var gert ráð fyrir að hann yrði 53 þúsund fermetrar en ákveðið var að stækka hann í 70 þúsund fermetra. Til samanburðar á nefna að Smáralind er um 62 þúsund fermetrar og allur flöturinn undir meðferðarkjarnanum er á pari við tvo knattspyrnuvelli. Kostnaður við framkvæmdirnar verður um 79,1 milljarður króna, sem er um 16,3 milljörðum meira en áætlað var árið 2017, sem skýrist meðal annars af stækkun meðferðarkjarnans. „Það sem hefur breyst er að það hafa komið fleiri starfsemiseiningar, það er mikil áhersla t.d. lögð á sóttvarnaeiningar í húsinu. En um leið að þá hefur byggingin breyst hún hefur tekið við öðruvísi flæði heldur en var gert ráð fyrir á árunum 2010 til 2013 og hún hefur í sjálfu sér ekki breyst frá árinu 2017, heldur hafa áætlanir þroskast og við erum alltaf að birta nýjar áætlanir til þess að stjórnvöld, og þá um leið Alþingi, sé upplýst um það sem er að gerast,” segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf. Þá var gerð aukin krafa um jarðskjálftavarnir, um fram það sem byggingarreglugerðir segja til um. „Það sem við vildum gera var það að þessi bygging væri starfhæf nokkrum klukkustundum eftir stóran skjálfta því þetta er byggingin sem á að taka við öllum þeim sjúklingum eða þeim sem verða fyrir einhvers konar vá í jarðskjálfta,” segir hann. Meðferðarkjarninn verður eitt stærsta hús sem byggt hefur verið hér á landi. Að auki stendur til að byggja rannsóknahús, tæknihús, viðbyggingu við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og bílastæði. Áætlað er að full starfsemi hefjist árið 2026. Einstaklingsrými verða fyrir 200 manns.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira